Íslenski boltinn

Kristinn til Halmstad | Þriggja ára samningur á borðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Steindórsson í leik með Breiðabliki gegn Víkingi í sumar.
Kristinn Steindórsson í leik með Breiðabliki gegn Víkingi í sumar. Mynd/Daníel
Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, heldur til Svíþjóðar í dag þar sem hann mun skrifa undir þriggja ára samning við B-deildarlið Halmstad. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu í dag.

Kristinn er 21 árs gamall sóknarmaður sem er samt markahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild frá upphafi með 34 mörk. Þar af skoraði hann ellefu í sumar. Hann hefur bæði orðið Íslands- og bikarmeistari með Blikum.

Hann er annar íslenski sóknarmaðurinn sem semur við Halmstad á skömmum tíma en rétt fyrir jól samdi Guðjón Baldvinsson, leikmaður KR, við félagið. Fyrir hjá félaginu er miðjumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson.

Halmstad féll úr sænsku úrvalsdeildinni í haust en forráðamenn liðsins ætla liðinu beint aftur upp í keppni þeirra bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×