Innlent

Umferðaslys á Vesturlandsvegi - þrír slasaðir

Vesturlandsvegur.
Vesturlandsvegur.
Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi við Álfsnes fyrir stundu. Fjórir sjúkrabilar voru sendir á vettvang auk tækjabíls. Þrír eru slasaðir. Ekki er vitað hvort meiðsl þeirra séu alvarleg.

Vesturlandsvegur við Álfsnes er lokaður í báðar áttir vegna umferðaróhappsins, engin hjáleið er framhjá slysstaðnum. Ekki vitað að svo stöddu hversu lengi lokunin varir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×