Enski boltinn

Verður Gerrard með Liverpool gegn Norwich?

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gæti leikið með liði sínu á öðrum degi jóla gegn botnliði Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á mánudag.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gæti leikið með liði sínu á öðrum degi jóla gegn botnliði Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Getty Images / Nordic Photos
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gæti leikið með liði sínu á öðrum degi jóla gegn botnliði Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Gerrard hefur ekki leikið með liði sínu frá 22. okt. vegna meiðsla en þá gerði Liverpool 1-1 jafntefli gegn nýliðum Norwich.

Gerrard hefur glímt við sýkingu í ökkla og hefur hann verið í endurhæfingu í um tvo mánuði.

Kenny Dalgish knattspyrnustjóri Liverpool segir að Gerrard hafi æft vel að undanförnu og tekið miklum framförum. „Við metum stöðuna fyrir næsta leik en það er óljóst hvort hann verður með eða ekki," sagði Dalglish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×