Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 21 leikmann til undirbúnings fyrir EM í Serbíu og landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson er ekki í þessum hópi. Þar með er ljóst að Ólafur verður ekki með og missir því af sínu fyrsta stórmótið síðan 1993.
Fimm leikmenn í hópnum voru ekki með á HM í Svíþjóð fyrr á þessu ári en það eru þeir Aron Rafn Eðvarðsson, Arnór Þór Gunnarsson, Fannar Þór Friðgeirsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson og Rúnar Kárason.
Landsliðið mun koma saman 2.janúar til æfinga og æfir til 4.janúar. 5.janúar fer liðið á Total Kredit Cup í Danmörku og leikur þar við Pólland, Slóveníu og Danmörku. Liðið mun svo leika gegn Finnum hér heima föstudaginn 13.janúar en liðið fer utan 14.janúar.
Ísland hefur svo leik á EM þann 16.janúar en liðið er í riðli með Króatíu, Noregi og Slóveníu.
Landsliðshópur Guðmundar:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar
Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg
Hreiðar Leví Guðmundsson, Nötteröy
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Fücshe Berlin
Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld
Aron Pálmarsson, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf
Fannar Þór Friðgeirsson, TV Emsdetten
Guðjón Valur Sigurðsson, AG Köbenhavn
Ingimundur Ingimundarson, Fram
Kári Kristján Kristjánsson, HSG D/M Wetzlar
Oddur Grétarsson, Akureyri
Ólafur Guðmundsson, Nordsjælland
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Rúnar Kárason, Die Bergische Handball Club
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
Sverre Jakobsson, Grosswallstadt
Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf
Handbolti