Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2011 19:00 Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssyni greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone en ekki króna skipti um hendur í peningum við sölu fyrirtækisins. Gjaldþrot Milestone, fjárfestingarfélags þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, er eitt af stærstu gjaldþrotum hrunsins en heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nam 95 milljörðum króna. Skiptastjóri þrotabúsins, Grímur Sigurðsson hæstaréttarlögmaður stendur nú í ströngu en höfðað hafa verið alls níu mál gegn Karli Wernerssyni, Steingrími bróður hans, Guðmundi Ólasyni og tengdum aðilum til að rifta hinum ýmsu viðskiptafléttum sem Milestone stóð í áður en félagið fór í þrot. Fyrirtaka var í þessum málum í dag.Krafa sem var hluti kaupverðs endaði hjá bræðrunum sjálfum Þekktasta málið (sjá grafík í myndskeiði með frétt) snýst um kaup félagsins Aurláka ehf., sem var í eigu Karls og Steingríms, á öllum hlutabréfum í Lyfjum og heilsu hinn 31. mars 2008 af L&H eignarhaldsfélagi, dótturfélagi Milestone. Greiðsla kaupverðs var óvenjuleg. Annars vegar tók Aurláki yfir skuldir Lyfja og heilsu upp á 2,5 milljarða og fékk L&H eignarhaldsfélag samhliða því kröfu á Aurláka upp á 970 milljónir. L&H eignarhaldsfélag framseldi þessa sömu kröfu upp á 970 m.kr til Milestone. Það sem gerðist næst var býsna magnað því Milestone framseldi kröfuna á félagið Leiftra Ltd. sem var líka í eigu Karls og Steingríms. Aurláki losnaði því undan skuld við Milestone. Milestone fékk aldrei greitt fyrir kröfuna með peningum frá Leiftra Ltd. því annars vegar var kaupverð greitt með lækkun skuldar og hins vegar lánaði Milestone Leiftra fyrir kaupverði. Með öðrum orðum, ekki króna skipti um hendur í peningum þegar bræðurnir fengu lyfjakeðjuna af Milestone. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone og fréttastofan hefur undir höndum. Málið snýst um að þrotabú Milestone vill fá raunveruleg verðmæti fyrir söluverðið á Lyfjum og heilsu, en ekki verðlausar kröfur á tengda aðila. Næsta fyrirtaka í málunum verður í febrúar næstkomandi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone kemur berlega í ljós að svo virðist sem eignir hafi streymt út úr félaginu fyrir hrun á árinu 2008. Meðal seldra eigna voru Porsche Cayenne og Benz bifreiðar og þá fengu bræðurnir ítrekað lán hjá Milestone á viðskiptareikning án vaxta, en slík lán eru óheimil skv. lögum um einkahlutafélög. Fréttastofa hafði samband við Karl Wernersson í dag. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Nú er ég að kveðja núna. Ég bendi þér á Ólaf Eiríksson, lögmann minn," sagði hann þegar fréttastofa bar upp efni fyrstu spurningarinnar. Ekki náðist í Ólaf Eiríksson í dag. Þá svaraði hann ekki skilaboðum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssyni greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone en ekki króna skipti um hendur í peningum við sölu fyrirtækisins. Gjaldþrot Milestone, fjárfestingarfélags þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, er eitt af stærstu gjaldþrotum hrunsins en heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nam 95 milljörðum króna. Skiptastjóri þrotabúsins, Grímur Sigurðsson hæstaréttarlögmaður stendur nú í ströngu en höfðað hafa verið alls níu mál gegn Karli Wernerssyni, Steingrími bróður hans, Guðmundi Ólasyni og tengdum aðilum til að rifta hinum ýmsu viðskiptafléttum sem Milestone stóð í áður en félagið fór í þrot. Fyrirtaka var í þessum málum í dag.Krafa sem var hluti kaupverðs endaði hjá bræðrunum sjálfum Þekktasta málið (sjá grafík í myndskeiði með frétt) snýst um kaup félagsins Aurláka ehf., sem var í eigu Karls og Steingríms, á öllum hlutabréfum í Lyfjum og heilsu hinn 31. mars 2008 af L&H eignarhaldsfélagi, dótturfélagi Milestone. Greiðsla kaupverðs var óvenjuleg. Annars vegar tók Aurláki yfir skuldir Lyfja og heilsu upp á 2,5 milljarða og fékk L&H eignarhaldsfélag samhliða því kröfu á Aurláka upp á 970 milljónir. L&H eignarhaldsfélag framseldi þessa sömu kröfu upp á 970 m.kr til Milestone. Það sem gerðist næst var býsna magnað því Milestone framseldi kröfuna á félagið Leiftra Ltd. sem var líka í eigu Karls og Steingríms. Aurláki losnaði því undan skuld við Milestone. Milestone fékk aldrei greitt fyrir kröfuna með peningum frá Leiftra Ltd. því annars vegar var kaupverð greitt með lækkun skuldar og hins vegar lánaði Milestone Leiftra fyrir kaupverði. Með öðrum orðum, ekki króna skipti um hendur í peningum þegar bræðurnir fengu lyfjakeðjuna af Milestone. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone og fréttastofan hefur undir höndum. Málið snýst um að þrotabú Milestone vill fá raunveruleg verðmæti fyrir söluverðið á Lyfjum og heilsu, en ekki verðlausar kröfur á tengda aðila. Næsta fyrirtaka í málunum verður í febrúar næstkomandi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone kemur berlega í ljós að svo virðist sem eignir hafi streymt út úr félaginu fyrir hrun á árinu 2008. Meðal seldra eigna voru Porsche Cayenne og Benz bifreiðar og þá fengu bræðurnir ítrekað lán hjá Milestone á viðskiptareikning án vaxta, en slík lán eru óheimil skv. lögum um einkahlutafélög. Fréttastofa hafði samband við Karl Wernersson í dag. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Nú er ég að kveðja núna. Ég bendi þér á Ólaf Eiríksson, lögmann minn," sagði hann þegar fréttastofa bar upp efni fyrstu spurningarinnar. Ekki náðist í Ólaf Eiríksson í dag. Þá svaraði hann ekki skilaboðum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira