Úr vörn í sókn! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2011 13:00 Þegar frá líður verður ársins 2011 líklega minnst sem árs mikilla umskipta í efnahagslífi Íslands. Ársins þegar þjóðin spyrnti sér kröftuglega frá botninum og hóf sjálfbæra lífskjarasókn. Þó enn glími allt of margir við erfiðleika var þetta árið sem umheimurinn og vaxandi fjöldi landsmanna fengu aftur trú á Íslandi og þeim óþrjótandi tækifærum og krafti sem býr í landi og þjóð. Í dagsins önn sjáum við þetta e.t.v. ekki svo glöggt, en flest þekkjum við þó úr eigin umhverfi dæmin um það hvernig hagur þjóðarinnar batnar nú jafnt og þétt. Það er meira í launaumslaginu enda hafa laun hækkað að meðaltali um tæp 9% frá því í fyrra og kaupmáttur hefur vaxið um 3,4%. Það eru fleiri sem hafa vinnu og fleiri sem stunda nám. Atvinnuleysi hefur lækkað jafnt og þétt, um 5.000 ný störf hafa orðið til og framhaldsskólar landsins og háskólar hafa sjaldan tekið við fleiri nemendum. Fleiri og fleiri ráða nú við skuldir sínar á ný og eignastaðan batnar. Skuldir heimila hafa nú lækkað um nærfellt 200 milljarða króna, eða um 10% að raungildi og fasteignaverð hefur á liðnu ári hækkað um tæp 10%. Hagur Íslendinga batnar nú hraðar en flestra annarra þjóða heims og ólíkt því sem áður gerðist, skiptist stækkandi þjóðarkaka jafnar en á liðnum árum. Það er þó sárt til þess að vita að vegna hrunsins búa allt of margir við skuldabasl og atvinnuleysi og allt of margir hafa flutt búferlum úr landi - vonandi þó tímabundið. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að bregðast við þessari stöðu og svo mun áfram verða. Þrátt fyrir þetta hafa kjör hinna verst settu verið varin með skipulegum hætti. Kaupmáttur lægstu launa hefur vaxið tvöfalt á við almenn laun, vaxtabótum og barnabótum hefur í ríkari mæli verið beint til hinna tekjulægri og skattkerfinu hefur verið breytt með þeim hætti að skattbyrðin hefur verið færð af lægri tekjum yfir á hærri tekjur og miklar eignir. Vegna þessa hafa 60-70% skattgreiðenda, eða um 80.000 einstaklingar, greitt lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fyrir hrun. Engu að síður hefur böndum verið komið á ríkisfjármálin og velferðarkerfið varið. Í stað 215 milljarða halla með tilheyrandi skuldasöfnun í byrjun kjörtímabilsins hillir nú undir lækkun skulda og sjálfbæran rekstur ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöld til velferðarmála aukist og eru nú hærri en á hátindi góðærisins. Atvinnuleysið mun halda áfram að lækka, kaupmáttur launa og lífeyris mun áfram aukast og umbætur á velferðarkerfinu verða innleiddar ein af annarri. Unnið er að nýrri löggjöf um almannatryggingar, sóknaráætlun í málefnum ungs fólks, endurreisn fæðingarorlofssjóðs og lengingu orlofsins í áföngum í 12 mánuði. Húsnæðiskerfinu er verið að breyta með þeim hætti að valfrelsi aukist og uppbygging trausts leigumarkaðar og kaup leiguíbúða verði raunverulegur valkostur við séreignastefnuna. Skipan auðlindamála þjóðarinnar er einnig verið að breyta með þeim hætti að forræði og arður þjóðarinnar af auðlindunum verði tryggður til framtíðar. Unnið er að stofnun Auðlindasjóðs sem ætlað er að annast umsýslu og ávöxtun auðlinda í eigu þjóðarinnar. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins mun byggja á þeirri grundvallarforsendu að eignarréttur auðlindarinnar sé hjá þjóðinni, en útgerðarmenn geti leigt tímabundinn aðgang að auðlindinni gegn eðlilegu gjaldi. Þá hefur Stjórnlagaráð afhent Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland, þeirri fyrstu sem samin er frá grunni af þjóðinni sjálfri. Nú hvílir sú skylda á Alþingi að afgreiða frumvarpið með þeim hætti að ný stjórnarskrá geti tekið gildi á næsta kjörtímabili en áður en að því kemur er mikilvægt að þjóðin sjálf segi hug sinn til málsins í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðildarviðræður Íslands við ESB verða einnig leiddar til lykta og á sama tíma má vænta þess að ríki sambandsins muni koma sér saman um aukið efnahagssamstarf og traustari grundvöll evrunnar. Í lok kjörtímabils má því vænta þess að Íslendingar standi frammi fyrir afar skýrum valkostum sem ráðið geta miklu um framþróun hér á landi, bæði efnahagslega og félagslega. Á næstu misserum mun þó mestu skipta að einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkisvaldið fylgi eftir þeim jákvæðu umskiptum sem orðin eru í íslensku efnahagslífi og sæki fram. Vegna árangurs undanfarinna ára eru nú góðar forsendur fyrir kröftugri atvinnu- og lífskjarasókn og í þeim efnum mun ríkisvaldið ekki láta sitt eftir liggja. Allt bendir því til að framundan séu bjartir tímar á Íslandi. Ég óska landsmönnum öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar frá líður verður ársins 2011 líklega minnst sem árs mikilla umskipta í efnahagslífi Íslands. Ársins þegar þjóðin spyrnti sér kröftuglega frá botninum og hóf sjálfbæra lífskjarasókn. Þó enn glími allt of margir við erfiðleika var þetta árið sem umheimurinn og vaxandi fjöldi landsmanna fengu aftur trú á Íslandi og þeim óþrjótandi tækifærum og krafti sem býr í landi og þjóð. Í dagsins önn sjáum við þetta e.t.v. ekki svo glöggt, en flest þekkjum við þó úr eigin umhverfi dæmin um það hvernig hagur þjóðarinnar batnar nú jafnt og þétt. Það er meira í launaumslaginu enda hafa laun hækkað að meðaltali um tæp 9% frá því í fyrra og kaupmáttur hefur vaxið um 3,4%. Það eru fleiri sem hafa vinnu og fleiri sem stunda nám. Atvinnuleysi hefur lækkað jafnt og þétt, um 5.000 ný störf hafa orðið til og framhaldsskólar landsins og háskólar hafa sjaldan tekið við fleiri nemendum. Fleiri og fleiri ráða nú við skuldir sínar á ný og eignastaðan batnar. Skuldir heimila hafa nú lækkað um nærfellt 200 milljarða króna, eða um 10% að raungildi og fasteignaverð hefur á liðnu ári hækkað um tæp 10%. Hagur Íslendinga batnar nú hraðar en flestra annarra þjóða heims og ólíkt því sem áður gerðist, skiptist stækkandi þjóðarkaka jafnar en á liðnum árum. Það er þó sárt til þess að vita að vegna hrunsins búa allt of margir við skuldabasl og atvinnuleysi og allt of margir hafa flutt búferlum úr landi - vonandi þó tímabundið. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að bregðast við þessari stöðu og svo mun áfram verða. Þrátt fyrir þetta hafa kjör hinna verst settu verið varin með skipulegum hætti. Kaupmáttur lægstu launa hefur vaxið tvöfalt á við almenn laun, vaxtabótum og barnabótum hefur í ríkari mæli verið beint til hinna tekjulægri og skattkerfinu hefur verið breytt með þeim hætti að skattbyrðin hefur verið færð af lægri tekjum yfir á hærri tekjur og miklar eignir. Vegna þessa hafa 60-70% skattgreiðenda, eða um 80.000 einstaklingar, greitt lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fyrir hrun. Engu að síður hefur böndum verið komið á ríkisfjármálin og velferðarkerfið varið. Í stað 215 milljarða halla með tilheyrandi skuldasöfnun í byrjun kjörtímabilsins hillir nú undir lækkun skulda og sjálfbæran rekstur ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöld til velferðarmála aukist og eru nú hærri en á hátindi góðærisins. Atvinnuleysið mun halda áfram að lækka, kaupmáttur launa og lífeyris mun áfram aukast og umbætur á velferðarkerfinu verða innleiddar ein af annarri. Unnið er að nýrri löggjöf um almannatryggingar, sóknaráætlun í málefnum ungs fólks, endurreisn fæðingarorlofssjóðs og lengingu orlofsins í áföngum í 12 mánuði. Húsnæðiskerfinu er verið að breyta með þeim hætti að valfrelsi aukist og uppbygging trausts leigumarkaðar og kaup leiguíbúða verði raunverulegur valkostur við séreignastefnuna. Skipan auðlindamála þjóðarinnar er einnig verið að breyta með þeim hætti að forræði og arður þjóðarinnar af auðlindunum verði tryggður til framtíðar. Unnið er að stofnun Auðlindasjóðs sem ætlað er að annast umsýslu og ávöxtun auðlinda í eigu þjóðarinnar. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins mun byggja á þeirri grundvallarforsendu að eignarréttur auðlindarinnar sé hjá þjóðinni, en útgerðarmenn geti leigt tímabundinn aðgang að auðlindinni gegn eðlilegu gjaldi. Þá hefur Stjórnlagaráð afhent Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland, þeirri fyrstu sem samin er frá grunni af þjóðinni sjálfri. Nú hvílir sú skylda á Alþingi að afgreiða frumvarpið með þeim hætti að ný stjórnarskrá geti tekið gildi á næsta kjörtímabili en áður en að því kemur er mikilvægt að þjóðin sjálf segi hug sinn til málsins í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðildarviðræður Íslands við ESB verða einnig leiddar til lykta og á sama tíma má vænta þess að ríki sambandsins muni koma sér saman um aukið efnahagssamstarf og traustari grundvöll evrunnar. Í lok kjörtímabils má því vænta þess að Íslendingar standi frammi fyrir afar skýrum valkostum sem ráðið geta miklu um framþróun hér á landi, bæði efnahagslega og félagslega. Á næstu misserum mun þó mestu skipta að einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkisvaldið fylgi eftir þeim jákvæðu umskiptum sem orðin eru í íslensku efnahagslífi og sæki fram. Vegna árangurs undanfarinna ára eru nú góðar forsendur fyrir kröftugri atvinnu- og lífskjarasókn og í þeim efnum mun ríkisvaldið ekki láta sitt eftir liggja. Allt bendir því til að framundan séu bjartir tímar á Íslandi. Ég óska landsmönnum öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun