Íslenski boltinn

Styrktarmót fyrir Steingrím í Eyjum

Steingrímur í leik með ÍBV.
Steingrímur í leik með ÍBV. mynd/eyjafréttir
Í dag fer fram styrktarmót fyrir markahrókinn Steingrím Jóhannesson sem berst við krabbamein. Það er ÍBV og smíðaklúbburinn Þumalputtar sem standa fyrir mótinu.

Mótið hófst klukkan 17.00 í dag og verður spilað fram á kvöld. Keppt er í Eimskipshöllinni í Vestmannaeyjum.

Steingrímur er einn mesti markahrókur í sögu íslenska boltans en hann skoraði grimmt fyrir bæði ÍBV og Fylki.

Þeir sem vilja styrkja Steingrím geta lagt inn frjáls framlög á reikning 0582-15-82639 og kennitalan er 140673-4639




Fleiri fréttir

Sjá meira


×