Innlent

Vel búnir jeppar sitja fastir

Jeppi að keyra í snjó
Jeppi að keyra í snjó Mynd/Freyr Ingi Björnsson
Björgunarsveitir hafa víða verið að störfum vegna ófærðar síðdegis í dag. Á þjóðvegi 1 á Suðurlandi, til móts við Hjörleifshöfða, sátu nokkrir bílar fastir, losa hefur þurft bíla á Þingvallavegi og Biskupstungnabraut og einnig eru sveitir á leið að Skyggnisbraut við Úlfarsfell þar sem vitað er af minnst átta bílum sem sitja fastir þessa stundina. Töluverð ófærð er víða um land og sitja jafnvel vel búnir jeppar fastir, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×