Ólafur komst ekki í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. ágúst 2011 20:26 Ólafur Björn Loftsson. Mynd/GVA Ólafur Björn Loftsson er úr leik á Wyndham PGA-mótinu í Bandaríkjunum en hann var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafur lék á pari vallarins í dag en honum gekk mjög vel lengst af. Hann var langoftast að skila sér inn á flöt í tilsettum höggum en þurfti þó yfirleitt að tvípútta. Fékk hann því par á sextán af átján holum dagsins. Fuglinn kom á fimmtu holu, rétt eins og í gær, en honum gekk ekki eins vel á síðari níu og á fyrsta keppnisdeginum. Þá fékk hann þrjá fugla og einn skolla en í dag paraði hann allar og fékk þar að auki skolla á fjórtándu holu. Hefði Ólafur Björn haldið sér á einu höggi undir pari í dag hefði hann komist í gegnum niðurskurðinn og er því niðurstaðan afar svekkjandi fyrir okkar mann. Hann lék á samtals 138 höggum en þeir sem léku á 137 höggum eða færri komast áfram. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir á móti í PGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Ólafur Björn er enn áhugamaður en hann stefnir á að gerast atvinnumaður eftir að hann útskrifast úr skóla í Bandaríkjunum í vor. Var þetta því vonandi hans fyrsta af mörgum PGA-mótum en hann fékk talsverða athygli í sjónvarpsútsendingu Bandaríkjanna frá mótinu. Heimamaðurinn Tommy Gainey er efstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á samtals tólf höggum undir pari. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson er úr leik á Wyndham PGA-mótinu í Bandaríkjunum en hann var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafur lék á pari vallarins í dag en honum gekk mjög vel lengst af. Hann var langoftast að skila sér inn á flöt í tilsettum höggum en þurfti þó yfirleitt að tvípútta. Fékk hann því par á sextán af átján holum dagsins. Fuglinn kom á fimmtu holu, rétt eins og í gær, en honum gekk ekki eins vel á síðari níu og á fyrsta keppnisdeginum. Þá fékk hann þrjá fugla og einn skolla en í dag paraði hann allar og fékk þar að auki skolla á fjórtándu holu. Hefði Ólafur Björn haldið sér á einu höggi undir pari í dag hefði hann komist í gegnum niðurskurðinn og er því niðurstaðan afar svekkjandi fyrir okkar mann. Hann lék á samtals 138 höggum en þeir sem léku á 137 höggum eða færri komast áfram. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir á móti í PGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Ólafur Björn er enn áhugamaður en hann stefnir á að gerast atvinnumaður eftir að hann útskrifast úr skóla í Bandaríkjunum í vor. Var þetta því vonandi hans fyrsta af mörgum PGA-mótum en hann fékk talsverða athygli í sjónvarpsútsendingu Bandaríkjanna frá mótinu. Heimamaðurinn Tommy Gainey er efstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á samtals tólf höggum undir pari.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira