Hafa ber það sem réttara reynist Erna Bjarnadóttir skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Þann 3. ágúst sl. ritaði Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið um sauðfjárrækt. Auk þess fékk hann ítarlega umfjöllun í morgunútvarpi Rásar 2 daginn eftir og viðtal í fréttum Stöðvar 2. Meðferð prófessorsins á tölulegum upplýsingum og staðreyndum kallar á nokkrar athugasemdir og leiðréttingar. Deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands gerir útflutning kindakjöts að umfjöllunarefni og staðhæfir að bændur þurfi að kaupa erlend aðföng eins og olíur, áburð, landbúnaðartæki, varahluti, heyrúlluplast o.fl. fyrir 1,1 milljarð króna til þess að framleiða sauðfjárafurðir sem fluttar eru út fyrir 2,75 milljarða króna. Benda má á að það er í sjálfu sér ekki markmið að framleiða kindakjöt til útflutnings nema því aðeins að afurðaverð á erlendum mörkuðum gefi tilefni til þess. Það væri æskilegt að prófessorinn hefði útskýrt nánar hvernig þessi 1,1 milljarðs króna kostnaður væri fenginn. Deildarforsetinn er jú yfirmaður hagfræðasviðs æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru flutt út 3.437.283 kíló af kindakjöti árið 2010 að meðalverðmæti 616 krónur kílóið. Bændur fengu að meðaltali greiddar 413 kr. fyrir kílóið af lambakjöti en tæpar 117 kr./kg fyrir ærkjöt. Ætla má að um 10% af heildarútflutningi séu ærkjöt en 90% dilkakjöt. Verðmæti útflutnings til bænda árið 2010 nam því 1.317,8 milljónum. Nýjustu tölur um framleiðslukostnað eru frá 2009 en tölur ársins 2010 munu birtast fljótlega. Við mat á framleiðslukostnaði útfluttra afurða er eðlilegt að líta á jaðarkostnað sauðfjárbænda sem kostnað þeirra við að auka framleiðslu sína umfram innlenda eftirspurn. Í sinni einföldustu mynd má leggja breytilegan kostnað á framleitt kíló til grundvallar þar sem nákvæmari upplýsingar eru ekki tiltækar. Breytilegur kostnaður fyrir hvert kíló árið 2009 nam um 272 krónum á kíló, þar af er kostnaður vegna kaupa á áburði, aðkeyptu fóðri, olíum, varahlutum o.þ.h. 235 kr/kg. Niðurstaðan er sú að viðbótarkostnaður framleiðenda við að framleiða kindakjöt til útflutnings er um 937 millj. króna. Innflutt aðföng eru aðeins hluti þessa kostnaðar auk þess sem álagning innlendra fyrirtækja er hluti af verði þeirra til bænda. Það er því víðs fjarri að kaupa þurfi erlendan gjaldeyri fyrir 1,1 milljarð króna til að afla þessara aðfanga til framleiðslu á kindakjöti til útflutnings. Jafnvel þótt reiknað væri með 5% hækkun framleiðslukostnaðar milli ára (sem þó er að heyra að sé algert bannorð þegar framleiðsla kindakjöts er annars vegar) fást ekki út þær fjárhæðir sem prófessorinn nefnir. Útflutningurinn skilar þannig ekki undir 380 milljónum kr. til að greiða laun bænda og fastan kostnað við framleiðsluna. Fyrir búgrein eins og sauðfjárrækt þar sem fastur kostnaður er hátt hlutfall af framleiðslukostnaði er ávinningur af útflutningi augljós. Prófessorinn hefur ítrekað haldið því fram að sauðfjárframleiðendur hafi skuldbundið sig til að selja 6.700 tonn af lambakjöti á innanlandsmarkaði árlega. Hið rétta er að engin ákvæði eru til um framleiðslumagn eða markaðsstýringu í núgildandi sauðfjársamningi. Til að fá óskertar beingreiðslur þurfa bændur að eiga að lágmarki 0,6 kindur á móti hverju ærgildi í greiðslumarki, (sjá 5. gr. reglugerðar nr. 11/2008). Með öðrum orðum þá þarf lágmarks sauðfjáreign íslenskra bænda að nema rösklega 221 þúsund fjár að hrútum meðtöldum til þess að beingreiðslur úr ríkissjóði haldist óskertar. Eftirspurn neytenda eftir íslensku kindakjöti nam á síðasta ári um 6.100 tonnum. Það er eftirspurnin sem stjórnar því hve mikið selst af einstökum kjöttegundum á innanlandsmarkaði. Svo einfalt er það. Sauðfjársamningurinn kveður á um að tiltekinni fjárhæð er varið í beingreiðslur sem greiddar eru óháð framleiðslumagni og hvort sem framleiðslan er flutt á erlenda markaði eða seld innanlands. Þessar greiðslur eru því ekki alls ólíkar stuðningi ESB við landbúnað sem að stærstum hluta er greiddur á skilgreint landbúnaðarland óháð því hvað framleitt er. Enginn, þ.m.t. deildarforseti hagfræðideildar HÍ, hefur reynt að líkja þeim við útflutningsbætur þó ESB sé einn stærsti útflytjandi heims á landbúnaðarvörum. Að lokum: Búvörusamningar, þ.m.t. sauðfjársamningur, verða til í samskiptum samtaka bænda og ríkisvaldsins. Það er skrýtin framsetning hjá yfirmanni fræðasviðs innan Háskóla Íslands að halda því fram að starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar verði til á „þriðju hæð Hótel Sögu“ eins og hann orðar það í grein sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 3. ágúst sl. ritaði Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið um sauðfjárrækt. Auk þess fékk hann ítarlega umfjöllun í morgunútvarpi Rásar 2 daginn eftir og viðtal í fréttum Stöðvar 2. Meðferð prófessorsins á tölulegum upplýsingum og staðreyndum kallar á nokkrar athugasemdir og leiðréttingar. Deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands gerir útflutning kindakjöts að umfjöllunarefni og staðhæfir að bændur þurfi að kaupa erlend aðföng eins og olíur, áburð, landbúnaðartæki, varahluti, heyrúlluplast o.fl. fyrir 1,1 milljarð króna til þess að framleiða sauðfjárafurðir sem fluttar eru út fyrir 2,75 milljarða króna. Benda má á að það er í sjálfu sér ekki markmið að framleiða kindakjöt til útflutnings nema því aðeins að afurðaverð á erlendum mörkuðum gefi tilefni til þess. Það væri æskilegt að prófessorinn hefði útskýrt nánar hvernig þessi 1,1 milljarðs króna kostnaður væri fenginn. Deildarforsetinn er jú yfirmaður hagfræðasviðs æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru flutt út 3.437.283 kíló af kindakjöti árið 2010 að meðalverðmæti 616 krónur kílóið. Bændur fengu að meðaltali greiddar 413 kr. fyrir kílóið af lambakjöti en tæpar 117 kr./kg fyrir ærkjöt. Ætla má að um 10% af heildarútflutningi séu ærkjöt en 90% dilkakjöt. Verðmæti útflutnings til bænda árið 2010 nam því 1.317,8 milljónum. Nýjustu tölur um framleiðslukostnað eru frá 2009 en tölur ársins 2010 munu birtast fljótlega. Við mat á framleiðslukostnaði útfluttra afurða er eðlilegt að líta á jaðarkostnað sauðfjárbænda sem kostnað þeirra við að auka framleiðslu sína umfram innlenda eftirspurn. Í sinni einföldustu mynd má leggja breytilegan kostnað á framleitt kíló til grundvallar þar sem nákvæmari upplýsingar eru ekki tiltækar. Breytilegur kostnaður fyrir hvert kíló árið 2009 nam um 272 krónum á kíló, þar af er kostnaður vegna kaupa á áburði, aðkeyptu fóðri, olíum, varahlutum o.þ.h. 235 kr/kg. Niðurstaðan er sú að viðbótarkostnaður framleiðenda við að framleiða kindakjöt til útflutnings er um 937 millj. króna. Innflutt aðföng eru aðeins hluti þessa kostnaðar auk þess sem álagning innlendra fyrirtækja er hluti af verði þeirra til bænda. Það er því víðs fjarri að kaupa þurfi erlendan gjaldeyri fyrir 1,1 milljarð króna til að afla þessara aðfanga til framleiðslu á kindakjöti til útflutnings. Jafnvel þótt reiknað væri með 5% hækkun framleiðslukostnaðar milli ára (sem þó er að heyra að sé algert bannorð þegar framleiðsla kindakjöts er annars vegar) fást ekki út þær fjárhæðir sem prófessorinn nefnir. Útflutningurinn skilar þannig ekki undir 380 milljónum kr. til að greiða laun bænda og fastan kostnað við framleiðsluna. Fyrir búgrein eins og sauðfjárrækt þar sem fastur kostnaður er hátt hlutfall af framleiðslukostnaði er ávinningur af útflutningi augljós. Prófessorinn hefur ítrekað haldið því fram að sauðfjárframleiðendur hafi skuldbundið sig til að selja 6.700 tonn af lambakjöti á innanlandsmarkaði árlega. Hið rétta er að engin ákvæði eru til um framleiðslumagn eða markaðsstýringu í núgildandi sauðfjársamningi. Til að fá óskertar beingreiðslur þurfa bændur að eiga að lágmarki 0,6 kindur á móti hverju ærgildi í greiðslumarki, (sjá 5. gr. reglugerðar nr. 11/2008). Með öðrum orðum þá þarf lágmarks sauðfjáreign íslenskra bænda að nema rösklega 221 þúsund fjár að hrútum meðtöldum til þess að beingreiðslur úr ríkissjóði haldist óskertar. Eftirspurn neytenda eftir íslensku kindakjöti nam á síðasta ári um 6.100 tonnum. Það er eftirspurnin sem stjórnar því hve mikið selst af einstökum kjöttegundum á innanlandsmarkaði. Svo einfalt er það. Sauðfjársamningurinn kveður á um að tiltekinni fjárhæð er varið í beingreiðslur sem greiddar eru óháð framleiðslumagni og hvort sem framleiðslan er flutt á erlenda markaði eða seld innanlands. Þessar greiðslur eru því ekki alls ólíkar stuðningi ESB við landbúnað sem að stærstum hluta er greiddur á skilgreint landbúnaðarland óháð því hvað framleitt er. Enginn, þ.m.t. deildarforseti hagfræðideildar HÍ, hefur reynt að líkja þeim við útflutningsbætur þó ESB sé einn stærsti útflytjandi heims á landbúnaðarvörum. Að lokum: Búvörusamningar, þ.m.t. sauðfjársamningur, verða til í samskiptum samtaka bænda og ríkisvaldsins. Það er skrýtin framsetning hjá yfirmanni fræðasviðs innan Háskóla Íslands að halda því fram að starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar verði til á „þriðju hæð Hótel Sögu“ eins og hann orðar það í grein sinni.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun