Henrik Stenson var allt annað en ánægður með eitt högg hjá sér á lokadegi opna bandaríska meistaramótsins á sunnudaginn. Sænski kylfingurinn tók 7-járnið og braut járnskaftið á því en hann skar sig nokkuð illa á fingri við þær æfingar.
Stenson þurfti að fá plástur hjá kylfubera sínum á vísifingur hægri handar. „Ég skar mig nokkuð illa og það þurfti að laga þetta aðeins. Ég kláraði hringinn og þetta er ekkert stórmál," sagði Stenson en hann endaði í 23. sæti á mótinu sem verður að teljast góður árangur hjá Svíanum sem hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu 5 PGA mótum. Hann lék lokahringinn á 74 höggum en hann stefnir að því að leika á BMW meistaramótinu sem fram fer í München.
Stenson hefur verið í lægð undanfarin misseri eftir að hafa komist í 4. sæti heimslistans. Hann var um tíma í 132. sæti á þeim lista. Stenson var í ágætis málum fyrir lokahringinn á opna bandaríska en hann fékk fimm fugla á síðustu 11 holunum og náði ekki að vera í hópi 10 efstu.
Stenson braut 7-járnið í bræðiskasti, myndband
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





