Erlent

Mikil átök í Sýrlandi - ESB samþykkir viðskiptaþvinganir

MYND/AP
Óróinn í Sýrlandi heldur áfram en fjölmenn mótmæli voru víðsvegar um landið að loknum föstudagsbænum í dag. Óljóst er hve margir hafa fallið í átökum mótmælenda og öryggissveita ríkisstjórnarinnar en mannréttindasamtök segja að um tuttugu manns hafi fallið í dag. Rúmlega 500 hafa verið drepnir frá því mótmælin hófust fyrir sjö vikum.

Evrópusambandið samþykkti í dag viðskiptaþvinganir á Sýrlendinga til þess að auka þrýsting á stjórnvöld en úrræðin verða formlega kynnt á mánudaginn kemur. Í þeim felst að hægt verður að frysta eignir og koma í veg fyrir ferðalög hátt settra manna í ríkisstjórn landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×