Erlent

Forsprakki Hells Angels dæmdur fyrir fíkniefnabrot og rán

Leif Ivar Kristiansen var dæmdur í tæplega 5 ára fangelsi.
Leif Ivar Kristiansen var dæmdur í tæplega 5 ára fangelsi.
Leif Ivar Kristiansen, forsprakki Hells Angels í Noregi, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í 4 ár og 9 mánuði. Leif var dæmdur fyrir fíkniefnabrot og rán.

Aftenposten greinir frá því í dag að Leif hafi neitað sök við réttarhöldin. Hann sagðist þar vera sjálfstætt starfandi húðflúrari og hefði engin tengsl við glæpastarfsemi.



Leif Ivar kom til Íslands, ásamt lögmanni sínum, þann 8. febrúar á síðasta ári en var þá handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi þar til honum var vísað úr landi daginn eftir. Leif Ivar kærði ákvörðunina til dóms- og mannréttindaráðuneytisins. Lögmaður hans sagði í samtali við Vísi í fyrra að honum væri brugðið við handtökuna enda væri hún tilefnislaus, Leif Ivar hafi aldrei brotið lög á Íslandi þótt hann sé á sakaskrá í Noregi.

Íslenski vélhjólaklúbburinn MC Iceland fékk inngöngu í Hells Angels fyrr á þessu ári og heitir nú Hells Angels MC Iceland. Félagsmenn segja samtökin engin tengsl hafa við glæpastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×