Innlent

Fleiri horfa á kýrnar sletta úr klaufunum en mæta á Hróarskeldu

Þessar íslensku kýr njóta þess að vera komnar út undir bert loft, eins og kynsystur þeirra í Danaveldi
Þessar íslensku kýr njóta þess að vera komnar út undir bert loft, eins og kynsystur þeirra í Danaveldi Mynd úr safni
Sú hefð hefur skapast hjá samtökum lífrænna bænda í Danmörku að bjóða gestum í heimsókn þegar kúnum er hleypt út á vorin. Á pálmasunnudag, 17. apríl, voru 65 kúabú þar með opið hús og 110 þúsund manns alls fylgdust með því þegar kýrnar slettu úr klaufunum.

Frá þessu er greint á vef Landssambands kúabænda.

Gestum við þennan viðburð fjölgaði um 30 þúsund frá síðasta ári. Þetta því orðin stærri hátíð en tónlistarhátíðin á Hróarskeldu ef miðað er við gestafjölda, en þarna dreifast gestirnir vitanlega á 65 bú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×