Erlent

Fundu dóp, vopn og þýfi í Köge

Viðamikilli aðgerð dönsku lögreglunnar í bænum Köge á Sjálandi er lokið. Í aðgerðinni fannst töluvert af dópi, vopnum og þýfi og einn tvítugur karlmaður var handtekinn.

Eins og fram kom í frétt í morgun réðist lögreglan inn í tvær íbúðablokkir í Köge snemma í morgun en aðgerðinni var beint gegn glæpagengjum sem staðið hafa fyrir skotárásum í Köge undanfarnar vikur. Ætlunin var að leita að vopnunum sem notuð hafa verið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verða þau vopn sem fundust nú rannsökuð til að kanna hvort þau hafi verið notuð í þessum árásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×