Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni 6. maí 2011 11:54 Mehdi Kavyan Pour. Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. Mehdi virðist hafa tekið skrifstofu Rauða krossins í gíslingu. Hann hótaði að kveikja í sér ef hann fengi ekki úrlausn sinna mála. Sérsveit ríkislögreglustjórans kom á vettvang. Samningamaður reyndi að fá Mehdi út úr húsinu mótþróalaust. Hann brást við með því að hella yfir sig bensíni. Meðal annars slettist vökvi á starfsfólk Rauða krossins. Það er ljóst að starfsfólkið var í mikill hættu. Ástæðan fyrir því að Mehdi grípur til þessar örþrifaráða virðist vera úrræðaleysi innan kerfisins gagnvart hælisleitendum. Þetta er í annað skiptið sem hann kemst í fréttirnar. Það var í nóvember 2008 sem hann, ásamt þremur öðrum hælisleitendum sem gistu á FIT hostelinu, fóru í hungurverkfall. Verkfallið entist í að minnsta kosti tíu daga en Mehdi var að lokum færður á sjúkrahús eftir að hann hætti að neyta vökva. Mehdi sagði í viðtali við mbl.is á þeim tíma að hann hefði starfað fyrir póst- og símamálastofnun í Íran. Hans hlutverk hefði verið að hlera síma almennra borgara. Eftir að trúnaðarupplýsingar hurfu af skrifstofunni þar sem hann starfaði, létust tveir samstarfsmenn hans á dularfullan hátt. Sjálfur sagðist hann frekar vilja deyja úr hungri í rúmi sínu á FIT hostel, frekar en að snúa aftur til Íran, og deyja í fangelsi þar í landi. Nú, fjórum árum eftir hungurverkfallið, eru sjö ár liðin síðan hann kom hingað til lands. Honum hefur að minnsta kosti einu sinni verið hafnað um hæli hér á landi. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur Mehdi, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Hún sagði Mehdi vera á lögreglustöðinni í skýrslutöku og óljóst um framtíð hans, eins og áður. Rauði krossinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í morgun. Þar segir meðal annars: "Það er hörmulegt að örvænting reki fólk til slíkra athafna, en mest um vert er að okkur tókst með þeim viðbúnaði sem hér var að koma manninum til hjálpar án þess að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra. Þetta var leyst á faglegan hátt með aðstoð sérfræðinga." Svo segir í tilkynningunni að Rauði krossinn harmi að hælisleitandi skuli grípa til slíkra örþrifaráða. Slíkt beri vitni örvæntingu mannsins og mikilvægt sé að hann fái nauðsynlega aðstoð í framhaldinu. Engin slasaðist en Mehdi var yfirbugaður af sérsveitinni sem nýtti slökkviliðstæki til þess að sprauta á hann um leið og hann var handtekinn. Honum tókst aldrei að kveikja eldinn. Mehdi bíður nú eftir mannúðardvalarleyfi. Tengdar fréttir Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57 Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. Mehdi virðist hafa tekið skrifstofu Rauða krossins í gíslingu. Hann hótaði að kveikja í sér ef hann fengi ekki úrlausn sinna mála. Sérsveit ríkislögreglustjórans kom á vettvang. Samningamaður reyndi að fá Mehdi út úr húsinu mótþróalaust. Hann brást við með því að hella yfir sig bensíni. Meðal annars slettist vökvi á starfsfólk Rauða krossins. Það er ljóst að starfsfólkið var í mikill hættu. Ástæðan fyrir því að Mehdi grípur til þessar örþrifaráða virðist vera úrræðaleysi innan kerfisins gagnvart hælisleitendum. Þetta er í annað skiptið sem hann kemst í fréttirnar. Það var í nóvember 2008 sem hann, ásamt þremur öðrum hælisleitendum sem gistu á FIT hostelinu, fóru í hungurverkfall. Verkfallið entist í að minnsta kosti tíu daga en Mehdi var að lokum færður á sjúkrahús eftir að hann hætti að neyta vökva. Mehdi sagði í viðtali við mbl.is á þeim tíma að hann hefði starfað fyrir póst- og símamálastofnun í Íran. Hans hlutverk hefði verið að hlera síma almennra borgara. Eftir að trúnaðarupplýsingar hurfu af skrifstofunni þar sem hann starfaði, létust tveir samstarfsmenn hans á dularfullan hátt. Sjálfur sagðist hann frekar vilja deyja úr hungri í rúmi sínu á FIT hostel, frekar en að snúa aftur til Íran, og deyja í fangelsi þar í landi. Nú, fjórum árum eftir hungurverkfallið, eru sjö ár liðin síðan hann kom hingað til lands. Honum hefur að minnsta kosti einu sinni verið hafnað um hæli hér á landi. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur Mehdi, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Hún sagði Mehdi vera á lögreglustöðinni í skýrslutöku og óljóst um framtíð hans, eins og áður. Rauði krossinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í morgun. Þar segir meðal annars: "Það er hörmulegt að örvænting reki fólk til slíkra athafna, en mest um vert er að okkur tókst með þeim viðbúnaði sem hér var að koma manninum til hjálpar án þess að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra. Þetta var leyst á faglegan hátt með aðstoð sérfræðinga." Svo segir í tilkynningunni að Rauði krossinn harmi að hælisleitandi skuli grípa til slíkra örþrifaráða. Slíkt beri vitni örvæntingu mannsins og mikilvægt sé að hann fái nauðsynlega aðstoð í framhaldinu. Engin slasaðist en Mehdi var yfirbugaður af sérsveitinni sem nýtti slökkviliðstæki til þess að sprauta á hann um leið og hann var handtekinn. Honum tókst aldrei að kveikja eldinn. Mehdi bíður nú eftir mannúðardvalarleyfi.
Tengdar fréttir Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57 Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57
Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51