Erlent

Danska lögreglan í viðamikilli aðgerð í bænum Köge

Danska lögreglan stendur nú í viðamikilli aðgerð gegn glæpagengjum í bænum Köge á Sjálandi. Hátt í hundrað lögreglumenn taka þátt í aðgerðinni sem hófst fyrir tveimur tímum síðan.

Ráðist var inn í tvær íbúðablokkir í bænum en lögreglan er að leita að skotvopnum sem notuð hafa verið í nokkrum skotárásum í Köge undanfarnar vikur. Einnig er vonast til að hægt sé að handtaka einhverja af þeim sem staðið hafa fyrir þessum skotárásum.

Ekki er enn vitað hvort einhverjir hafi verið handteknir í þessari aðgerð lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×