Erlent

Samkynheigð pör í Brasilíu fá sömu réttindi og önnur hjón

Hæstiréttur Brasilíu hefur úrskurðað að samkynhneigð pör í landinu skulu njóta sömu réttinda og önnur hjón. Úrskurður þessi var samþykktur samhljóma af öllum 10 dómurum réttarins.

Talið er að um 60. 000 samkynhneigð pör búi saman í Brasilíu. Brasilía er fjölmennasta kaþólska landið í heiminum og úrskurðurinn veitir pörunum ekki rétt til að gifta sig en kaþólska kirkjan er mjög andvíg slíkum brúðkaupum.

Sambúð samkynhneigðra er einnig í andstöðu við stjórnarskrá landsins en því hefur Dilma Roussef nýlega kjörin forseti landsins lofað að breyta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×