Erlent

Elvis ekki lengur í hópi vinsælla skírnarnafna vestan hafs

Nafnið Elvis er fallið af listanum yfir þúsund vinsælustu skírnarnöfnin í Bandaríkjunum. Þetta hefur ekki gerst síðan árið 1954

Elvis var mjög vinsælt nafn í Bandaríkjunum á þeim tíma þegar frægðarsól Elvis Prestley skein sem hæst en vinsældir þess hafa stöðugt dalað á síðustu árum.

Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneyti Bandaríkjanna voru Jacob og Isabella vinsælustu skírnarnöfn í Bandaríkjunum í fyrra og var það annað árið í röð sem þau komust í toppsæti listans. Nafnið Aiden var það eina nýja sem náði inn á topp tíu listann yfir vinsæl nöfn.

Í frétt um málið á BBC segir að nöfn sem voru vinsæla um miðja síðustu öld eins og Isabella, Ava  og Chloe, hafi klifrað upp listann að nýju á síðustu árum sem bendir til að fólk skýri stúlkubörn sín í ríkum mæli í höfuðið á ömmum sínum.

Þau nöfn sem auka vinsældir sínar mest voru Bentley fyrir stráka og Maci fyrir stúlkur en bæði þessi nöfn eru þekkt úr bandarískum sjónvarpsþáttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×