Erlent

Olían á svipuðu róli og í mars

Neytendur hafa hert takið um budduna eftir því sem verð á olíu og eldsneyti hefur hækkað. Fréttablaðið/aP
Neytendur hafa hert takið um budduna eftir því sem verð á olíu og eldsneyti hefur hækkað. Fréttablaðið/aP
Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll, þegar mest var, um 8,2 prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær í kjölfar gengisstyrkingar Bandaríkjadals.

Olíuverðið fór undir hundrað dali á tunnu og hefur það ekki verið lægra síðan í mars. Hátt olíuverð hefur dregið mjög úr eftirspurn eftir eldsneyti vestra, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar.

Svipuð þróun var á verði annarrar hrávöru, svo sem silfurs, sem lækkaði um 8,4 prósent. Silfurverðið hefur nú lækkað um tæp þrjátíu prósent frá í apríl.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×