Erlent

Krókódíl lógað eftir árás á bíl

Krókódíl var lógað eftir árás á lögreglubifreið í Flórída um helgina. Myndin er úr safni
Krókódíl var lógað eftir árás á lögreglubifreið í Flórída um helgina. Myndin er úr safni
Þriggja metra langur krókódíll olli miklum skemmdum á lögreglubíl í Flórídaríki um síðustu helgi. Lögregla var kölluð á vettvang eftir að krókódíllinn birtist á golfvelli við Gainesville. Á meðan lögregluþjónn beið í bíl sínum eftir aðstoð réðst dýrið á bílinn. Krókódílabani kom síðar á svæðið, handsamaði skepnuna og lógaði. Krókódílar eru algengir á fenjasvæðum Flórída og kveða reglur á um að lóga megi dýrunum ef þau gerast aðgangshörð við menn eða mannabústaði. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×