Innlent

Rottweilertíkin enn í felum - lögreglu skortir úrræði

Erla Hlynsdóttir skrifar
Rottweilertíkin Chrystel, sem var rænt úr vörslu lögreglu í byrjun mánaðarins, er enn ófundin.

Lögreglan á Selfossi hefur sent beiðni til allra dýralækna á landinu, á allar lögreglustöðvar og til þeirra starfsmanna sem sjá um skráningu dýra, um að hafa samband ef tíkin kemur í leitirnar.

Chrystel skal aflífa samkvæmt úrskurði héraðsdýralæknis og síðar úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir sem tók málið upp eftir að eigandi tíkarinnar kærði úrskurð héraðsdýralæknis.

Eins og komið hefur fram í fréttum beit Chrystel konu í handlegginn í byrjun marsmánaðar. Áður hafði hún bitið dóttur konunnar.

„Hugmyndin er enn að handsama hana og fylgja málinu eftir í samræmi við fram komna úrskurði," segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi.

Lögreglan hefur þó engin úrræði nú önnur en að bíða og vonast eftir að fá vísbendingar um hvar tíkina er að finna.

Máttlaust kerfi

„Þetta sýnir okkur hversu máttlaust kerfið er í raun þegar kemur að því að fást við svona mál," segir Oddur.

„Ljóst er að lagarammi sá sem hundahald byggir á er engan vegin til þess fallin að tryggja hundum eðlilegt viðurværi né heldur úrræði ef eigendur þeirra sýna ekki af sér þá ábyrgð að sinna umsjón þeirra af kostgæfni," segir hann.

Ekkert samræmi á milli sveitarfélaga

Oddur bendir ennfremur á að samþykktir um hundahald séu misjafnar eftir sveitafélögum. „Misjafnt er hver skuli taka ákvarðanir á grundvelli þeirra, kæruleiðir eru einnig misjafnar og jafnvel ekki til staðar og fleira mætti telja til. Því er spurning hvort sá rammi sem þar er settur um úrræði eigi ekki frekar heima í lögum um dýravernd en samþykktum um hundahald þannig að jafnræðis sé gætt," segir hann.

Chrystel var vistuð á vegum lögreglunnar á hundahóteli á meðan beðið var úrskurðar eftir að eigandi kærði upphaflegan úrskurð um aflífun tíkarinnar vegna bits.

Ótækt með öllu

„Ótækt er einnig með öllu að vista þurfi hund svo vikum eða mánuðum skipti utan heimilis eiganda á meðan allir kæru frestir og viðeigandi frestir til að koma að andmælum líða," segir Oddur.

Hann segir að vera kunni að eðlilegt sé að hundaeigandi geti kært ákvörðun lögreglustjóra um aflífun til héraðsdýralæknis. Honum finnst þó mikilvægt að héraðsdýralæknir setji sér ákveðið verklag, eða að yfirdýralæknir setji það öllu héraðsdýralæknum, þannig að matið sé samræmt og að niðurstaða úr því sé endanleg, einmitt til að koma í veg fyrir langa vistun dýrsins í einangrun meðan úrskurða er beðið.

Kröfur til hundaeigenda

„Annað í þessu máli er spurningin um hvort ekki sé eðlilegt að eigandi hunds skuli afla sér þekkingar til að geta sinnt lágmarks hlýðniþjálfun og umhirðu hunds áður en hann fær leyfi til að halda hann. Fróðlegt væri til dæmis að fulltrúar Hundaræktarfélags Íslands veltu þessu máli fyrir sér og gerðu í framhaldi af því tillögur til úrbóta enda ljóst að þar á bæ er þekkingin á viðfangsefninu fyrir hendi og vilji til þess að mál þessi séu í lagi," segir Oddur.

Forsagan:

Tæpir þrír mánuðir eru síðan Chrystel beit konu sem var á leið í heimsókn til eigenda tíkarinnar, og á lóðinni fyrir utan hús þeirra þar sem tíkin var bundin. Sýslumaðurinn á Selfossi úrskurðaði, með vísan álit héraðsdýralæknis, að tíkinni skyldi lógað. Eigandi tíkarinnar var ósáttir við þann úrskurð og réði sér lögmann. Chrystel var þá vistuð, á vegum lögreglunnar, á hundahóteli. Þaðan var henni síðan stolið í byrjun mánaðarins. Lögreglan fór þá fram á húsleitarheimild hjá eiganda tíkarinnar, sem þá var fluttur til Akureyrar.

Dómari hafnaði þessu og taldi ekki liggja fyrir neinar vísbendingar um að eigandi hafi átt aðild að hundaráninu. „Í málinu liggja hinsvegar ekki frami gögn sem staðfesta fullyrðingar lögreglu um að þar hafi (eigandi tíkarinnar) verið að verki og er því að mati dómsins ekki fullnægjandi rannsóknarforsendur sem tengja (eiganda tíkarinnar) við töku hundsins af hundahótelinu," sagði í úrskurði dómara.

Fyrir dómi bar lögmaður eigandans engu að síður að tíkin væri komin á heimili eigandans á Akureyri og dveldist þar. Eigandinn var í framhaldinu boðaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Akureyri. Hann lýsti því yfir að það væri ekki rétt með farið hjá lögmanninum að tíkin væri á heimilinu og veitti sjálfur leyfi fyrir húsleit.

Þar var tíkin ekki og hefur ekkert komið fram síðan sem hefur vísað lögreglu á sporið.


Tengdar fréttir

Eigandi leyfði húsleit - Við stálum ekki tíkinni!

"Við erum ekki með tíkina. Við stálum ekki tíkinni!" segir eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel. Eigandinn fór í skýrslutöku í morgun hjá lögreglunni á Akureyri og sagði þar að tíkin væri ekki á heimilinu. Lögreglan hafði hann grunaðan um að hafa stolið tíkinni af hundahóteli rétt utan við Selfoss, en þar var tíkin vistuð eftir að lögreglan í umdæminu tók hana í vörslu sína þar sem hún hafði bitið konu.

Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni

Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati.

Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu

Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur.

Bitin af Rottweiler: Ég vil að tíkin fái að lifa!

Konan sem var bitin af Rottweiler tík í Hveragerði fyrr í þessum mánuði vill alls ekki að tíkinni verði lógað. "Ég vil að tíkin fái að lifa," segir hún. Fram hefur komið að héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill að tíkinni verði lógað og er það almennt mat hans að hunda sem bíta fólk eigi að aflífa.

Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi

Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga.

Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi

"Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því.

Eigandi Rottweilertíkar boðaður til yfirheyrslu

Eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunnar á Akureyri á morgun vegna hvarfs tíkarinnar úr vörslu lögreglunnar á Selfossi. Mæti eigandinn ekki til yfirheyrslu getur lögregla gripið til þess að óska eftir því hjá dómara að eigandinn verði færður til yfirheyrslu, og þar með handtekinn. Ekki er þó búist við að til þess þurfi að koma. "Við erum að rannsaka hver nam hana á brott," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um hvarf tíkarinnar. Hún hafði verið vistuð á hundahóteli síðustu vikur, að kröfu lögreglu, á meðan á Lögreglan á Selfossi óskaði eftir húsleitarheimild hjá eiganda, sem var búsettur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi en er nú fluttur til Akureyrar. Dómari vildi ekki veita slíka heimild þar sem ekki hefðu komið fram sannanir um að eigandinn hefði rænt hundinum af hundahótelinu. Þorgrímur Óli staðfestir hins vegar að farið hafi verið fram á húsleitarheimildina vegna þess að eigandinn sé grunaður um einmitt það. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða vísbendingar lögreglan hefur í þá veru. Þá segir Þorgrímur að fyrir dómi í gær hafi lögmaður eigandans staðfest að tíkin væri nú á heimili eigandans á Akureyri. Vegna þess hefur lögreglan á Akureyri nú boðað hann til yfirheyrslu á morgun. Lögreglan á Selfossi íhugar nú næstu skref í rannsókninni. Til greina kemur að úrskurði héraðsdóms frá í gær, þar sem beiðni um húsleitarheimild var synjað, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þá er einnig möguleiki að lögreglan fari fram á það við dómara að eigandanum verði hreinlega gert að afhenda hundinn, nú þegar ljóst er að hundurinn er í hans vörslu. "Við höfum áhyggjur af því að búið er að meta hundinn hættulegan, af fagfólki. Manni verður bara hugsað til þess ef börn eða fullorðnir verða á vegi hundsins. Hver ætlar að bera ábyrgð á því ef illa fer?" spyr Þorgrímur .

1300 manns vilja að Rottweilertíkin lifi

Tæplega 1300 manns hafa nú skráð nafn sitt á undirskriftarlista á Facebook þar sem hvatt er til þess að Rottweilertíkin Chrystel fái að lifa. Hún er vistuð á hundahótelinu Arnarstöðum, rétt fyrir utan Selfoss, þar til framtíð hennar verður ákveðin. Chrystel beit konu í handlegginn í byrjun þessa mánaðar og vill héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis láta lóga tíkinni. Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um þá er eigandi Chrystel afar ósátt við þá niðurstöðu þar sem hundurinn er „ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. Konan sem tíkin beit hefur ennfremur tjáð sig við Vísi og hún vill einnig að tíkin fái að lifa. Eigandi Chrystel hefur ráðið sér lögmann og er málið enn í fullum gangi. Undirskriftasíðuna má finna hér. http://www.facebook.com/pages/Undirskriftarlisti-Rottweilerinn-Chrystel-lifi/190499364325073

Chrystel verður aflífuð

Yfirvöldum ber að aflífa rottweilertíkina Chrystel. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Rottweiler hundur réðst á konu

Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk.

Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu

Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi.

Kærir aflífun Chrystel til innanríkisráðuneytisins

Eigandi Rottweiler-tíkarinnar Chrystel hefur kært þá ákvörðun sýslumannsins á Selfossi að aflífa skuli tíkina. Stjórnsýslukæran var lögð fram til innanríkisráðuneytisins í síðustu viku. Krefst eigandinn þess að ákvörðun sýslumannsins verði felld úr gildi.

Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur

Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×