Norðmenn hóta að beita neitunarvaldi 17. maí 2011 08:15 Áhrif Beiti Norðmenn neiturnarvaldi innan Evrópska efnahagssvæðisins gæti það haft áhrif á bæði Ísland og Liechtenstein. Eiríkur Bergmann Norsk stjórnvöld ræða nú í fullri alvöru um að beita neitunarvaldi sínu og hafna því að taka inn í norsk lög tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um samkeppni í póstþjónustu. Aldrei hefur verið látið reyna á neitunarvaldið sem byggt er inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), segir Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. „Þetta yrði meiri háttar próf á EES-samninginn og gæti haft mikil áhrif,“ segir Eiríkur. „Hingað til hefur sá skilningur verið ríkjandi að neitunarvaldið sem er innbyggt í samninginn sé óvirkt, verði því beitt rakni samningurinn upp.“ Neitunarvaldinu hefur raunar verið líkt við kjarnorkuvopn, ríkjunum þyki gott að hafa möguleikann, þótt enginn vilji nota hann. „Nú virðast sem stjórnmálamenn séu tilbúnari til að varpa kjarnorkusprengjunni og sjá hvort hún reynist vera reyksprengja,“ segir Eiríkur. Tilskipunin sem norsk stjórnvöld vilja ekki leiða í lög felur í sér að samkeppni eigi að ríkja í póstdreifingu. Eiríkur segir þá tilskipun í sjálfu sér smámál fyrir Evrópusambandið, en afleiðingarnar af því að Noregur neiti að lögfesta tilskipunina geti orðið víðtækar. Líklegt er að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, höfði mál gegn norskum stjórnvöldum fyrir EFTA-dómstólnum þráist Norðmenn við að innleiða tilskipunina. Neiti Norðmenn að innleiða tilskipunina þrátt fyrir dóm gæti það í versta falli þýtt að samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins verði sjálfhætt, segir Eiríkur. Slíkt myndi þó taka mörg ár, og ýmsar leiðir til að gera gott úr málinu áður en til þess kæmi. Hörð afstaða Norðmanna tengist líklega áhuga þarlendra stjórnvalda á því að endurskoða EES-samninginn, segir Eiríkur. Hingað til hafa Norðmenn gætt þess vel að rugga ekki bátnum innan EES, en nú virðist komin upp breytt staða eftir að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Auk Noregs og Íslands á Liechtenstein aðild að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Þau áhrif sem ákvörðun norskra stjórnvalda gæti haft fyrir Noreg myndu því einnig ná til Íslands og Liechtenstein.brjann@frettabladid.is Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Eiríkur Bergmann Norsk stjórnvöld ræða nú í fullri alvöru um að beita neitunarvaldi sínu og hafna því að taka inn í norsk lög tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um samkeppni í póstþjónustu. Aldrei hefur verið látið reyna á neitunarvaldið sem byggt er inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), segir Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. „Þetta yrði meiri háttar próf á EES-samninginn og gæti haft mikil áhrif,“ segir Eiríkur. „Hingað til hefur sá skilningur verið ríkjandi að neitunarvaldið sem er innbyggt í samninginn sé óvirkt, verði því beitt rakni samningurinn upp.“ Neitunarvaldinu hefur raunar verið líkt við kjarnorkuvopn, ríkjunum þyki gott að hafa möguleikann, þótt enginn vilji nota hann. „Nú virðast sem stjórnmálamenn séu tilbúnari til að varpa kjarnorkusprengjunni og sjá hvort hún reynist vera reyksprengja,“ segir Eiríkur. Tilskipunin sem norsk stjórnvöld vilja ekki leiða í lög felur í sér að samkeppni eigi að ríkja í póstdreifingu. Eiríkur segir þá tilskipun í sjálfu sér smámál fyrir Evrópusambandið, en afleiðingarnar af því að Noregur neiti að lögfesta tilskipunina geti orðið víðtækar. Líklegt er að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, höfði mál gegn norskum stjórnvöldum fyrir EFTA-dómstólnum þráist Norðmenn við að innleiða tilskipunina. Neiti Norðmenn að innleiða tilskipunina þrátt fyrir dóm gæti það í versta falli þýtt að samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins verði sjálfhætt, segir Eiríkur. Slíkt myndi þó taka mörg ár, og ýmsar leiðir til að gera gott úr málinu áður en til þess kæmi. Hörð afstaða Norðmanna tengist líklega áhuga þarlendra stjórnvalda á því að endurskoða EES-samninginn, segir Eiríkur. Hingað til hafa Norðmenn gætt þess vel að rugga ekki bátnum innan EES, en nú virðist komin upp breytt staða eftir að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Auk Noregs og Íslands á Liechtenstein aðild að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Þau áhrif sem ákvörðun norskra stjórnvalda gæti haft fyrir Noreg myndu því einnig ná til Íslands og Liechtenstein.brjann@frettabladid.is
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira