Innlent

Ólína segir allt á sömu bókina lært

Sorpbrennslan funi á ísafirði Ólína gekkst fyrir greiningu á lagaumhverfi í umhverfismálum eftir að Funamálið kom upp. fréttablaðið/rósa
Sorpbrennslan funi á ísafirði Ólína gekkst fyrir greiningu á lagaumhverfi í umhverfismálum eftir að Funamálið kom upp. fréttablaðið/rósa
Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður segir að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á málefnum sorpbrennslna á Íslandi sýni enn og aftur fram á þá brotalöm sem virðist vera í íslenskri stjórnsýslu og ýmsar skýrslur ríkisendurskoðunar hafa staðfest að undanförnu.

„Funamálið er enn eitt dæmið um eftirlitsleysi og doða stjórnsýslustofnana, sem kemur fram í því að úrræðum er ekki beitt til þess að hafa áhrif á eftirlitsskylda starfsemi, eða fylgja eftir löglegum skorðum og skilyrðum um starfsemi undirstofnana. Hér virðist einu gilda hvort um er að ræða útvistanir verkefna, þjónustusamninga eða einfaldlega bein stjórnunartengsl milli ráðuneyta og undirstofnana – það ber allt að sama brunni," segir Ólína.

Ólína segir málið skýrast af því að löggjöfin sé í sumum tilvikum veik og réttur almennings til þess að verja umhverfi sitt og aðstæður ekki nógu afgerandi.

Þetta kom skýrt fram í greiningu á lagaumhverfi í umhverfismálum sem Ólína hafði forgöngu um á vettvangi umhverfisnefndar Alþingis fyrr á þessu ári. Sú vinna skilaði tillögum um lagabreytingar sem bíða umfjöllunar Alþingis.- shá

Funi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×