Íslenski boltinn

Arnar Már: Áttum meira skilið

Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar
Arnar Már Björgvinsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í efstu deild í kvöld og stóð sig vel. Var ógnandi og fiskaði vítaspyrnu.

"Það var hrikalega skemmtilegt að klæðast græna búningnum og mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik. Mér fannst ekki sjást neinn munur á liðunum þó svo við værum manni færri," sagði Arnar Már en Blikar vildu fá Magnús Már KR-ing af velli.

"Dómarinn reynir að gera sitt besta. Okkur fannst Magnús Már sleppa vel. Svona gerist þetta samt," sagði Arnar sem sagði það hafa verið rétt að dæma víti er brotið var á honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×