Íslenski boltinn

Sama sagan og í fyrra hjá Fylkismönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Brynjar Ingason í leiknum í gær.
Albert Brynjar Ingason í leiknum í gær. Mynd/Anton
Fylkismenn gengu stigalausir af velli í Kórnum í gærkvöldi þrátt fyrir að yfirspila Grindvíkinga fyrstu 35 mínútur leiksins og komast í 2-0 í leiknum. Eins og svo oft í fyrra misstu Fylkismenn hinsvegar dampinn, fengu á sig þrjú mörk á síðustu 46 mínútum leiksins og töpuðu leiknum 2-3.

Strákarnir hans Ólafs Þórðarsonar voru í fyrrasumar með einn besta árangur liða Pepsi-deildarinnar í fyrri hálfleik en voru samt í hópi neðstu liða deildarinnar af því að það gekk lítið sem ekkert hjá liðinu í seinni hálfleiknum.

Tölfræðin hér fyrir neðan sýnir vel þessa þróun mála í leikjum Fylkis því þeir voru í fyrra með frábæra markatölu á fyrstu 35 mínútunum (17-8, +9) en markatalan var aftur á móti döpur síðustu 55 mínútur leikjanna (19-34, -15).

Munurinn á þessum tveimur markatölum varð síðan enn meiri þegar við tökum inn leikinn frá því í gær.





Fylkismenn halda ekki út í leikjum sínumMarkatala á 1. til 35. mínútu 2010-2011

Fylkir 19 mörk

Mótherjar 8 mörk

Nettó +11 mörk

 

Markatala á 36. til 90. mínútu 2010-2011

Fylkir 19 mörk

Mótherjar 37 mörk

Nettó -18 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×