Erlent

Ofboðslega ríkir Norðmenn -eða þannig

Óli Tynes skrifar
Monní monní monní
Monní monní monní
Um 200 Norðmenn eru nú hundrað þúsund milljörðum dollara ríkari eftir gjaldeyrisviðskipi. Vá. Gallinn er sá að um er að ræða Zimbabwe dollara sem Norðmennirnir fengu keypta fyrir 30 norskar krónur. Það gerir um 636 íslenskar krónur. Efnahagur Zimbabwes er gersamlega hruninn undir einræðisstjórn Roberts Mugabes og það er hvergi hægt að nota gjaldmiðil landsins nema í því sjálfur. Norðmennirnir eru myntsafnarar sem þótti þetta skrýtin og skemmtileg viðbót við safnið sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×