Erlent

Öryggisráðið einhuga í fögnuði yfir drápi Osama bin Laden

Allir 15 meðlimir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir ánægju sinni með því að tekist hefur að bana Osama bin Laden leiðtoga al-Kaída.

Fullur einhugur var innan ráðsins um þessa yfirlýsingu en það er afar sjaldgæft að allir fulltrúarnir 15 séu sammála um eitthvert málefni. Í yfirlýsingu ráðsins segir meðal annars að dauði Osama bin Laden sé afgerandi í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur einnig lýst yfir ánægju sinni með að Osama bin Laden skuli vera fallinn frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×