Segir yndislegt í kuldanum uppi á Svalbarða KMU skrifar 24. apríl 2011 19:10 Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. Það kemur aðkomumanni kannski mest á óvart hve umsvifamikil ferðaþjónustan er orðin en 65 þúsund ferðamenn heimsóttu Svalbarða á síðasta ári. Þangað er daglegt áætlunarflug með þotum og í höfuðstaðnum Longyearbyen hafa veitingastaðir og hótel sprottið upp, og bjóða nú upp á gistirými fyrir samtals 750 manns. Íslendingurinn Sigfús Konráðsson er búinn að þjóna ferðamönnum á Svalbarða í rúmt ár. Hann segir þetta yndislegan stað. Þarna sé hægt að fara í snjóðsleðaferðir, hundasleðaferðir og gönguferðir. Svo geti menn vonast til að sjá bjössa. Hann hafi þó ekki enn gerst svo frægur að sjá ísbjörn á Svalbarða. En hversvegna þessi árstími, þegar snjór er yfir öllu? Jú, það er einmitt þessvegna því þetta er besti tíminn til að ferðast á vélsleðum, já , - eða hundasleðum, og upplifa þannig heimskautasvæði, og flestir vonast til að sjá stærsta landrándýr jarðar. Áætlað er að á Svalbarða og á hafísnum við eyjarnar séu um þrjúþúsund ísbirnir, eða um einn áttundi hluti allra ísbjarna á jörðinni. Fæstir ferðamenn sjá þó ísbjörn, því þeir forðast manninn. En þarna sjáum við reyndar eitthvert dýr... þetta reynist vera hreindýr, en þau eru mjög spök á Svalbarða. Ferðamenn koma líka vegna birtunnar því þar er enginn nótt stóran hluta ársins. Frá 19. apríl og fram til 19. ágúst sest sólin ekki á Svalbarða. Daginn sem við tókum viðtalið við Sigfús nú í apríl var nærri 20 stiga frost, raunar skítkalt, því einnig var töluverður blástur. Við spyrjum hvernig er að búa þarna við slíkar aðstæður. Þetta venst furðu vel, svarar Sigfús, og bætir við að sér finnist heitt í fimm stiga frosti. „Pældíðí. Hér er sól og blíða, blár himinn. Þetta er alveg yndisleg hér uppi," segir Sigfús. Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. Það kemur aðkomumanni kannski mest á óvart hve umsvifamikil ferðaþjónustan er orðin en 65 þúsund ferðamenn heimsóttu Svalbarða á síðasta ári. Þangað er daglegt áætlunarflug með þotum og í höfuðstaðnum Longyearbyen hafa veitingastaðir og hótel sprottið upp, og bjóða nú upp á gistirými fyrir samtals 750 manns. Íslendingurinn Sigfús Konráðsson er búinn að þjóna ferðamönnum á Svalbarða í rúmt ár. Hann segir þetta yndislegan stað. Þarna sé hægt að fara í snjóðsleðaferðir, hundasleðaferðir og gönguferðir. Svo geti menn vonast til að sjá bjössa. Hann hafi þó ekki enn gerst svo frægur að sjá ísbjörn á Svalbarða. En hversvegna þessi árstími, þegar snjór er yfir öllu? Jú, það er einmitt þessvegna því þetta er besti tíminn til að ferðast á vélsleðum, já , - eða hundasleðum, og upplifa þannig heimskautasvæði, og flestir vonast til að sjá stærsta landrándýr jarðar. Áætlað er að á Svalbarða og á hafísnum við eyjarnar séu um þrjúþúsund ísbirnir, eða um einn áttundi hluti allra ísbjarna á jörðinni. Fæstir ferðamenn sjá þó ísbjörn, því þeir forðast manninn. En þarna sjáum við reyndar eitthvert dýr... þetta reynist vera hreindýr, en þau eru mjög spök á Svalbarða. Ferðamenn koma líka vegna birtunnar því þar er enginn nótt stóran hluta ársins. Frá 19. apríl og fram til 19. ágúst sest sólin ekki á Svalbarða. Daginn sem við tókum viðtalið við Sigfús nú í apríl var nærri 20 stiga frost, raunar skítkalt, því einnig var töluverður blástur. Við spyrjum hvernig er að búa þarna við slíkar aðstæður. Þetta venst furðu vel, svarar Sigfús, og bætir við að sér finnist heitt í fimm stiga frosti. „Pældíðí. Hér er sól og blíða, blár himinn. Þetta er alveg yndisleg hér uppi," segir Sigfús.
Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30