San Antonio aftur undir - ótrúleg endurkoma Portland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2011 11:00 Leikmenn Memphis Grizzlies fagna í nótt. Mynd/AP Þrír leikir fóru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og því nóg um að vera í úrslitakeppninni en fyrsta umferðin stendur nú sem hæst. San Antonio, liðið sem varð í fyrsta sæti í Vesturdeildinni, er aftur lent undir í rimmu sinni gegn Memphis, 2-1. Memphis vann leik liðanna í nótt, 91-88. Ef þetta heldur áfram á þessari braut verður Memphis aðeins fjórða liðið í sögunni sem slær úr deildarmeistara í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, hvort sem er í austrinu eða vestrinu. Zach Randolph fór mikinn í nótt og skoraði 25 stig, þar af setti hann niður þriggja stiga körfu þegar 41,9 sekúnda var til leiksloka. Sú karfa fór langt með að tryggja Memphis sigurinn. Marc Gasol bætti við sautján stigum, Mike Conley var með fjórtán og OJ Mayo tíu. Hjá San Antonio, sem lengi vel var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur, var Manu Ginobili með 23 stig, Tony Parker sextán, Tim Duncan þrettán og George Hill ellefu. San Antonio leiddi aðeins í upphafi leiksins og aldrei eftir að staðan var 12-11, liðinu í hag. Memphis komst mest fimmtán stigum yfir en það var engu að síður mikil spenna á lokamínútum leiksins. Oklahoma City vann Denver, 97-94, og komst þar með í 3-0 í rimmu liðanna. Leikurinn fór fram í Denver þar sem að liðin mætast aftur aðfaranótt þriðjudags. Þá getur Oklahoma City tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook fóru sem fyrr mikinn í liði Oklahoma City en sigurinn var engu að síður tæpur. Það munaði reyndar gríðarlega miklu um Serge Ibaka í nótt en hann skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Oklahoma City. Durant skoraði 26 stig og Westbrook 23. En það var Ibaka sem setti niður mikilvæga körfu þegar tíu sekúndur voru til leiksloka og dugði Oklahoma City til sigurs. Hjá Denver voru þrír leikmenn með fimmtán stig - þeir Kenyon Martin, Nene og JR Smith. Arron Affalo og Chris Anderson skoruðu þrettán hvor. Portland vann Dallas, 84-82, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 2-2. Brandon Roy var frábær í liði Portland en hann skoraði körfu þegar 40 sekúndur voru eftir og tryggði í raun sigur sinna manna í leiknum. Portland hefur því unnið tvo leiki í röð og náð að jafna metin í rimmunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Stórglæsileg endurkoma hjá liðinu sem má greinilega ekki afskrifa. Roy skoraði 24 stig í leiknum, þar af átján í fjórða leikhluta. Portland lenti mest 23 stigum undir í leiknum en náði að komast yfir og vinna leikinn. Það er aðeins í þriðja sinn í sögunni síðan að skotklukkan var tekin upp að liði í úrslitakeppninni nær að vinna upp minnst átján stiga forystu andstæðingsins í leik. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Jason Terry þrettán. LaMarcus Aldridge skoraði átján stig fyrir Portland og Gerrard Wallace var með tíu stig og ellefu. Körfuboltaunnendur munu hafa nóg að gera í dag því að það verða tveir leikir í beinni sjónvarpsútsendingu. Klukkan 17.00 verður leikur Philadelphia og Miami í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo, klukkan 19.30, verður leikur Boston og New York í beinni á NBA TV sem er á rás 48 á Digital Ísland. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Þrír leikir fóru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og því nóg um að vera í úrslitakeppninni en fyrsta umferðin stendur nú sem hæst. San Antonio, liðið sem varð í fyrsta sæti í Vesturdeildinni, er aftur lent undir í rimmu sinni gegn Memphis, 2-1. Memphis vann leik liðanna í nótt, 91-88. Ef þetta heldur áfram á þessari braut verður Memphis aðeins fjórða liðið í sögunni sem slær úr deildarmeistara í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, hvort sem er í austrinu eða vestrinu. Zach Randolph fór mikinn í nótt og skoraði 25 stig, þar af setti hann niður þriggja stiga körfu þegar 41,9 sekúnda var til leiksloka. Sú karfa fór langt með að tryggja Memphis sigurinn. Marc Gasol bætti við sautján stigum, Mike Conley var með fjórtán og OJ Mayo tíu. Hjá San Antonio, sem lengi vel var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur, var Manu Ginobili með 23 stig, Tony Parker sextán, Tim Duncan þrettán og George Hill ellefu. San Antonio leiddi aðeins í upphafi leiksins og aldrei eftir að staðan var 12-11, liðinu í hag. Memphis komst mest fimmtán stigum yfir en það var engu að síður mikil spenna á lokamínútum leiksins. Oklahoma City vann Denver, 97-94, og komst þar með í 3-0 í rimmu liðanna. Leikurinn fór fram í Denver þar sem að liðin mætast aftur aðfaranótt þriðjudags. Þá getur Oklahoma City tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook fóru sem fyrr mikinn í liði Oklahoma City en sigurinn var engu að síður tæpur. Það munaði reyndar gríðarlega miklu um Serge Ibaka í nótt en hann skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Oklahoma City. Durant skoraði 26 stig og Westbrook 23. En það var Ibaka sem setti niður mikilvæga körfu þegar tíu sekúndur voru til leiksloka og dugði Oklahoma City til sigurs. Hjá Denver voru þrír leikmenn með fimmtán stig - þeir Kenyon Martin, Nene og JR Smith. Arron Affalo og Chris Anderson skoruðu þrettán hvor. Portland vann Dallas, 84-82, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 2-2. Brandon Roy var frábær í liði Portland en hann skoraði körfu þegar 40 sekúndur voru eftir og tryggði í raun sigur sinna manna í leiknum. Portland hefur því unnið tvo leiki í röð og náð að jafna metin í rimmunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Stórglæsileg endurkoma hjá liðinu sem má greinilega ekki afskrifa. Roy skoraði 24 stig í leiknum, þar af átján í fjórða leikhluta. Portland lenti mest 23 stigum undir í leiknum en náði að komast yfir og vinna leikinn. Það er aðeins í þriðja sinn í sögunni síðan að skotklukkan var tekin upp að liði í úrslitakeppninni nær að vinna upp minnst átján stiga forystu andstæðingsins í leik. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Jason Terry þrettán. LaMarcus Aldridge skoraði átján stig fyrir Portland og Gerrard Wallace var með tíu stig og ellefu. Körfuboltaunnendur munu hafa nóg að gera í dag því að það verða tveir leikir í beinni sjónvarpsútsendingu. Klukkan 17.00 verður leikur Philadelphia og Miami í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo, klukkan 19.30, verður leikur Boston og New York í beinni á NBA TV sem er á rás 48 á Digital Ísland.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira