Guðmundur Ágúst í forystu eftir frábæran dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2011 20:02 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd/GVA Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, er í forystu í Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi eftir að hafa spilað frábært golf í dag. Guðmundur Ágúst er aðeins átján ára gamall en hann lék á 65 höggum á Hvaleyrarvelli í dag eða sex höggum undir pari. Hann fékk sex fugla í dag og tólf pör. Annar unglingur, Haraldur Franklín Magnús sem einnig keppir fyrir GR, átti einnig góðan dag en hann lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk heldur engan skolla í dag. Ólafur Már Sigurðsson, GR, er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari samtals en hann lék á 68 höggum í dag. Ólafur Björn Loftsson, NK, kemur næstur á tveimur undir pari en Andri Már Óskarsson, GHR, er í fimmta sæti. Hann var í forystu eftir fyrsta keppnisdaginn en lék á 73 höggum í dag eða tveimur yfir pari vallarins. Lokakeppnisdagurinn fer fram á morgun og má fylgjast með stöðu mála á golf.is/skor. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, er í forystu í Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi eftir að hafa spilað frábært golf í dag. Guðmundur Ágúst er aðeins átján ára gamall en hann lék á 65 höggum á Hvaleyrarvelli í dag eða sex höggum undir pari. Hann fékk sex fugla í dag og tólf pör. Annar unglingur, Haraldur Franklín Magnús sem einnig keppir fyrir GR, átti einnig góðan dag en hann lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk heldur engan skolla í dag. Ólafur Már Sigurðsson, GR, er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari samtals en hann lék á 68 höggum í dag. Ólafur Björn Loftsson, NK, kemur næstur á tveimur undir pari en Andri Már Óskarsson, GHR, er í fimmta sæti. Hann var í forystu eftir fyrsta keppnisdaginn en lék á 73 höggum í dag eða tveimur yfir pari vallarins. Lokakeppnisdagurinn fer fram á morgun og má fylgjast með stöðu mála á golf.is/skor.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira