Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar 25. júní 2011 14:02 Bulger var á flótta í 16 ár. Mynd / AFP Handtaka James „Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. Þá segist hann hafa mútað sex fulltrúum alríkislögreglunnar og haft tug annarra lögreglumanna á launaskrá. Bulger var handtekinn á dögunum en fréttastofa í Boston heldur fram á heimasíðu sinni að það hafi verið ábending frá konu búsettri á Íslandi sem leiddi til handtöku hans eftir að lýst var eftir kærustu Bulgers. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. Bulger, sem er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti 19 manns, var einn af tíu mest eftirlýstu mönnum Bandaríkjanna. Alríkislögreglan hét tveimur milljónum dollara í fundarlaun, sem eru um 200 milljónir íslenskra króna. Bulger er einn alræmdasti glæpaforingi Bandaríkjanna. Hann var í Winter Hill genginu í Boston. Sjálfur segist hann hafa haft 6 fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar á launaskrá auk tuttugu lögreglumanna. Einn fulltrúi alríkislögreglunnar var dæmdur eftir að hann sagði Bulger frá því árið 1995 að hann yrði ákærður á næstunni. Í kjölfarið flýði glæpaforinginn. Þegar Bulger var loksins handtekinn í vikunni fundust 800 þúsund dollarar í íbúðinni þar sem hann dvaldi ásamt kærustu sinni. Þá fundust fjölmargar byssur einnig. Þegar hann var leiddur fyrir rétt í gær spurði dómarinn Bulger hvort hann hefði efni á lögfræðingi. Bulger svaraði þá einfaldlega: „Já. Ef þið skilið peningnum mínum.“ Persóna Bulgers hefur oft heillað kvikmyndaframleiðendur í Hollywood. Þannig var persóna sem Jack Nicholson lék í kvikmyndinni The Departed, byggð á Bulger. Það var Martin Scorsese sem leikstýrði myndinni sem hlaut fjölmörg óskarsverðlaun. Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Fullyrða að upplýsingar um glæpaforingja hafi komið frá Íslandi Það var kona, búsett á Íslandi, sem veitti Alríkislögreglunni í Bandaríkjunum, FBI, upplýsingar sem leiddu til þess að James “Whitey” Bulger var handtekinn á miðvikudag. Þetta fullyrðir fréttastofa í Boston í Bandaríkjunum. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. 25. júní 2011 00:44 "Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Reyna að ná í glæpón með því að lýsa eftir kærustunni Bandaríska alríkislögreglan hefur ákveðið að beita óhefðbundum aðferðum til þess að freista þess að hafa hendur í hári James "Whitey" Bulger, sem er efstur á lista stofnunarinnar yfir eftirlýsta glæpamenn. 21. júní 2011 09:44 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Handtaka James „Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. Þá segist hann hafa mútað sex fulltrúum alríkislögreglunnar og haft tug annarra lögreglumanna á launaskrá. Bulger var handtekinn á dögunum en fréttastofa í Boston heldur fram á heimasíðu sinni að það hafi verið ábending frá konu búsettri á Íslandi sem leiddi til handtöku hans eftir að lýst var eftir kærustu Bulgers. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. Bulger, sem er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti 19 manns, var einn af tíu mest eftirlýstu mönnum Bandaríkjanna. Alríkislögreglan hét tveimur milljónum dollara í fundarlaun, sem eru um 200 milljónir íslenskra króna. Bulger er einn alræmdasti glæpaforingi Bandaríkjanna. Hann var í Winter Hill genginu í Boston. Sjálfur segist hann hafa haft 6 fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar á launaskrá auk tuttugu lögreglumanna. Einn fulltrúi alríkislögreglunnar var dæmdur eftir að hann sagði Bulger frá því árið 1995 að hann yrði ákærður á næstunni. Í kjölfarið flýði glæpaforinginn. Þegar Bulger var loksins handtekinn í vikunni fundust 800 þúsund dollarar í íbúðinni þar sem hann dvaldi ásamt kærustu sinni. Þá fundust fjölmargar byssur einnig. Þegar hann var leiddur fyrir rétt í gær spurði dómarinn Bulger hvort hann hefði efni á lögfræðingi. Bulger svaraði þá einfaldlega: „Já. Ef þið skilið peningnum mínum.“ Persóna Bulgers hefur oft heillað kvikmyndaframleiðendur í Hollywood. Þannig var persóna sem Jack Nicholson lék í kvikmyndinni The Departed, byggð á Bulger. Það var Martin Scorsese sem leikstýrði myndinni sem hlaut fjölmörg óskarsverðlaun.
Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Fullyrða að upplýsingar um glæpaforingja hafi komið frá Íslandi Það var kona, búsett á Íslandi, sem veitti Alríkislögreglunni í Bandaríkjunum, FBI, upplýsingar sem leiddu til þess að James “Whitey” Bulger var handtekinn á miðvikudag. Þetta fullyrðir fréttastofa í Boston í Bandaríkjunum. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. 25. júní 2011 00:44 "Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Reyna að ná í glæpón með því að lýsa eftir kærustunni Bandaríska alríkislögreglan hefur ákveðið að beita óhefðbundum aðferðum til þess að freista þess að hafa hendur í hári James "Whitey" Bulger, sem er efstur á lista stofnunarinnar yfir eftirlýsta glæpamenn. 21. júní 2011 09:44 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fullyrða að upplýsingar um glæpaforingja hafi komið frá Íslandi Það var kona, búsett á Íslandi, sem veitti Alríkislögreglunni í Bandaríkjunum, FBI, upplýsingar sem leiddu til þess að James “Whitey” Bulger var handtekinn á miðvikudag. Þetta fullyrðir fréttastofa í Boston í Bandaríkjunum. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. 25. júní 2011 00:44
"Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25
Reyna að ná í glæpón með því að lýsa eftir kærustunni Bandaríska alríkislögreglan hefur ákveðið að beita óhefðbundum aðferðum til þess að freista þess að hafa hendur í hári James "Whitey" Bulger, sem er efstur á lista stofnunarinnar yfir eftirlýsta glæpamenn. 21. júní 2011 09:44