Staðgöngumóðir Jóels fékk 300 þúsund Ingimar Karl Helgason skrifar 19. janúar 2011 12:01 Foreldrarnir með Jóel. Indverska konan sem gekk með barn fyrir íslenskt par nýlega, vill halda staðgöngumæðrun áfram. Hún fékk um þrjú hundruð þúsund krónur í sinn hlut. Staðgöngumæðrun fer mjög vaxandi á Indlandi og eru dæmi um að greiðsla fyrir meðgöngu nemir margföldum árslaunum indverskrar fjölskyldu. Íslenska parið Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth, eignuðust son á Indlandi um miðjan nóvember; með aðstoð staðgöngumóður. Þau glíma við frjósemisvandamál og höfðu lengi reynt að eignast barn. Þau fóru til Indlands fyrir um ári síðan og voru þar í sambandi við þarlendan lækni, sem benti þeim á staðgöngumóður. Þá konu hitti þau í febrúar og sömdu við hana um að hún gengi með barn fyrir sig. Konan á tvö börn fyrir, syni. Hún er heimavinnandi, segir Helga Sveinsdóttir, en maður hennar starfar í viðskiptahverfinu í Mumbai. Þetta mun vera ágætlega statt fólk. Helga Sveinsdóttir segist vera konunni ævarandi þakklát og að hún muni aldrei gleyma henni; þau hafi lítillega verið í samskiptum við hana eftir fæðinguna, en samskiptunum sé nú lokið. Helga segir að konunni hafi liðið vel á meðgöngunni, og allt hafi gengið að óskum. Helga segir að þetta ferli allt hafi kostað þau sem nemur um þremur milljónum íslenskra króna. Inni í þeim kostnaði er glasafrjóvgun, þjónusta lækna og fæðingarkostnaðurinn, en Jóel, sonur þeirra, var tekinn með keisaraskurði. Ferlið allt kostaði Helgu og Einar um 3 milljónir króna. En hvað fékk staðgöngumóðirin í sinn hlut fyrir að ganga með barnið? „Ég er ekki með töluna alveg á hreinu en mér skilst að þetta séu í kringum 10 prósent," segir Helga. Helga heldur að konan hyggist nota féð til að setja í háskólasjóð fyrir syni sína; en getur hún eitthvað sagt okkur frekar um upplifun konunnar af þessu? „Allavega vissi ég það að þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu, þá spurði hún lækninn hvenær hún mætti gera þetta aftur," segir Helga. Norska blaðið Aftenposten fjallaði nýverið um staðgöngumæðrun á Indlandi. Þetta er ólöglegt í Noregi líkt og hér, en engin lög gilda um staðgöngumæðrun á Indlandi og allmörg dæmi eru um að barnlaus norsk pör hafi leitað þangað. Í úttekt Aftenposten kemur meðal annars fram að staðgöngumæðrun fari ört vaxandi á Indlandi. Ætla megi að þessi iðnaður, ef svo má segja, velti sem nemur um sextíu milljörðum króna árlega. Aftenposten ræðir við staðgöngufjölskyldu; þar segir að staðgöngumóðirin hafi fengið sem nemur fimmföldum árslaunum manns síns; í þessu tilviki, upp undir eina milljón króna, fyrir að ganga með barið. Haft er eftir manni hennar að þau hafi gert þetta vegna peniganna. Frekar verður fjallað um staðgöngumæðrun í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem ítarleg fréttaskýring verður birt um málið á Vísi síðar í dag. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Indverska konan sem gekk með barn fyrir íslenskt par nýlega, vill halda staðgöngumæðrun áfram. Hún fékk um þrjú hundruð þúsund krónur í sinn hlut. Staðgöngumæðrun fer mjög vaxandi á Indlandi og eru dæmi um að greiðsla fyrir meðgöngu nemir margföldum árslaunum indverskrar fjölskyldu. Íslenska parið Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth, eignuðust son á Indlandi um miðjan nóvember; með aðstoð staðgöngumóður. Þau glíma við frjósemisvandamál og höfðu lengi reynt að eignast barn. Þau fóru til Indlands fyrir um ári síðan og voru þar í sambandi við þarlendan lækni, sem benti þeim á staðgöngumóður. Þá konu hitti þau í febrúar og sömdu við hana um að hún gengi með barn fyrir sig. Konan á tvö börn fyrir, syni. Hún er heimavinnandi, segir Helga Sveinsdóttir, en maður hennar starfar í viðskiptahverfinu í Mumbai. Þetta mun vera ágætlega statt fólk. Helga Sveinsdóttir segist vera konunni ævarandi þakklát og að hún muni aldrei gleyma henni; þau hafi lítillega verið í samskiptum við hana eftir fæðinguna, en samskiptunum sé nú lokið. Helga segir að konunni hafi liðið vel á meðgöngunni, og allt hafi gengið að óskum. Helga segir að þetta ferli allt hafi kostað þau sem nemur um þremur milljónum íslenskra króna. Inni í þeim kostnaði er glasafrjóvgun, þjónusta lækna og fæðingarkostnaðurinn, en Jóel, sonur þeirra, var tekinn með keisaraskurði. Ferlið allt kostaði Helgu og Einar um 3 milljónir króna. En hvað fékk staðgöngumóðirin í sinn hlut fyrir að ganga með barnið? „Ég er ekki með töluna alveg á hreinu en mér skilst að þetta séu í kringum 10 prósent," segir Helga. Helga heldur að konan hyggist nota féð til að setja í háskólasjóð fyrir syni sína; en getur hún eitthvað sagt okkur frekar um upplifun konunnar af þessu? „Allavega vissi ég það að þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu, þá spurði hún lækninn hvenær hún mætti gera þetta aftur," segir Helga. Norska blaðið Aftenposten fjallaði nýverið um staðgöngumæðrun á Indlandi. Þetta er ólöglegt í Noregi líkt og hér, en engin lög gilda um staðgöngumæðrun á Indlandi og allmörg dæmi eru um að barnlaus norsk pör hafi leitað þangað. Í úttekt Aftenposten kemur meðal annars fram að staðgöngumæðrun fari ört vaxandi á Indlandi. Ætla megi að þessi iðnaður, ef svo má segja, velti sem nemur um sextíu milljörðum króna árlega. Aftenposten ræðir við staðgöngufjölskyldu; þar segir að staðgöngumóðirin hafi fengið sem nemur fimmföldum árslaunum manns síns; í þessu tilviki, upp undir eina milljón króna, fyrir að ganga með barið. Haft er eftir manni hennar að þau hafi gert þetta vegna peniganna. Frekar verður fjallað um staðgöngumæðrun í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem ítarleg fréttaskýring verður birt um málið á Vísi síðar í dag.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira