Staðgöngumóðir Jóels fékk 300 þúsund Ingimar Karl Helgason skrifar 19. janúar 2011 12:01 Foreldrarnir með Jóel. Indverska konan sem gekk með barn fyrir íslenskt par nýlega, vill halda staðgöngumæðrun áfram. Hún fékk um þrjú hundruð þúsund krónur í sinn hlut. Staðgöngumæðrun fer mjög vaxandi á Indlandi og eru dæmi um að greiðsla fyrir meðgöngu nemir margföldum árslaunum indverskrar fjölskyldu. Íslenska parið Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth, eignuðust son á Indlandi um miðjan nóvember; með aðstoð staðgöngumóður. Þau glíma við frjósemisvandamál og höfðu lengi reynt að eignast barn. Þau fóru til Indlands fyrir um ári síðan og voru þar í sambandi við þarlendan lækni, sem benti þeim á staðgöngumóður. Þá konu hitti þau í febrúar og sömdu við hana um að hún gengi með barn fyrir sig. Konan á tvö börn fyrir, syni. Hún er heimavinnandi, segir Helga Sveinsdóttir, en maður hennar starfar í viðskiptahverfinu í Mumbai. Þetta mun vera ágætlega statt fólk. Helga Sveinsdóttir segist vera konunni ævarandi þakklát og að hún muni aldrei gleyma henni; þau hafi lítillega verið í samskiptum við hana eftir fæðinguna, en samskiptunum sé nú lokið. Helga segir að konunni hafi liðið vel á meðgöngunni, og allt hafi gengið að óskum. Helga segir að þetta ferli allt hafi kostað þau sem nemur um þremur milljónum íslenskra króna. Inni í þeim kostnaði er glasafrjóvgun, þjónusta lækna og fæðingarkostnaðurinn, en Jóel, sonur þeirra, var tekinn með keisaraskurði. Ferlið allt kostaði Helgu og Einar um 3 milljónir króna. En hvað fékk staðgöngumóðirin í sinn hlut fyrir að ganga með barnið? „Ég er ekki með töluna alveg á hreinu en mér skilst að þetta séu í kringum 10 prósent," segir Helga. Helga heldur að konan hyggist nota féð til að setja í háskólasjóð fyrir syni sína; en getur hún eitthvað sagt okkur frekar um upplifun konunnar af þessu? „Allavega vissi ég það að þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu, þá spurði hún lækninn hvenær hún mætti gera þetta aftur," segir Helga. Norska blaðið Aftenposten fjallaði nýverið um staðgöngumæðrun á Indlandi. Þetta er ólöglegt í Noregi líkt og hér, en engin lög gilda um staðgöngumæðrun á Indlandi og allmörg dæmi eru um að barnlaus norsk pör hafi leitað þangað. Í úttekt Aftenposten kemur meðal annars fram að staðgöngumæðrun fari ört vaxandi á Indlandi. Ætla megi að þessi iðnaður, ef svo má segja, velti sem nemur um sextíu milljörðum króna árlega. Aftenposten ræðir við staðgöngufjölskyldu; þar segir að staðgöngumóðirin hafi fengið sem nemur fimmföldum árslaunum manns síns; í þessu tilviki, upp undir eina milljón króna, fyrir að ganga með barið. Haft er eftir manni hennar að þau hafi gert þetta vegna peniganna. Frekar verður fjallað um staðgöngumæðrun í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem ítarleg fréttaskýring verður birt um málið á Vísi síðar í dag. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Indverska konan sem gekk með barn fyrir íslenskt par nýlega, vill halda staðgöngumæðrun áfram. Hún fékk um þrjú hundruð þúsund krónur í sinn hlut. Staðgöngumæðrun fer mjög vaxandi á Indlandi og eru dæmi um að greiðsla fyrir meðgöngu nemir margföldum árslaunum indverskrar fjölskyldu. Íslenska parið Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth, eignuðust son á Indlandi um miðjan nóvember; með aðstoð staðgöngumóður. Þau glíma við frjósemisvandamál og höfðu lengi reynt að eignast barn. Þau fóru til Indlands fyrir um ári síðan og voru þar í sambandi við þarlendan lækni, sem benti þeim á staðgöngumóður. Þá konu hitti þau í febrúar og sömdu við hana um að hún gengi með barn fyrir sig. Konan á tvö börn fyrir, syni. Hún er heimavinnandi, segir Helga Sveinsdóttir, en maður hennar starfar í viðskiptahverfinu í Mumbai. Þetta mun vera ágætlega statt fólk. Helga Sveinsdóttir segist vera konunni ævarandi þakklát og að hún muni aldrei gleyma henni; þau hafi lítillega verið í samskiptum við hana eftir fæðinguna, en samskiptunum sé nú lokið. Helga segir að konunni hafi liðið vel á meðgöngunni, og allt hafi gengið að óskum. Helga segir að þetta ferli allt hafi kostað þau sem nemur um þremur milljónum íslenskra króna. Inni í þeim kostnaði er glasafrjóvgun, þjónusta lækna og fæðingarkostnaðurinn, en Jóel, sonur þeirra, var tekinn með keisaraskurði. Ferlið allt kostaði Helgu og Einar um 3 milljónir króna. En hvað fékk staðgöngumóðirin í sinn hlut fyrir að ganga með barnið? „Ég er ekki með töluna alveg á hreinu en mér skilst að þetta séu í kringum 10 prósent," segir Helga. Helga heldur að konan hyggist nota féð til að setja í háskólasjóð fyrir syni sína; en getur hún eitthvað sagt okkur frekar um upplifun konunnar af þessu? „Allavega vissi ég það að þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu, þá spurði hún lækninn hvenær hún mætti gera þetta aftur," segir Helga. Norska blaðið Aftenposten fjallaði nýverið um staðgöngumæðrun á Indlandi. Þetta er ólöglegt í Noregi líkt og hér, en engin lög gilda um staðgöngumæðrun á Indlandi og allmörg dæmi eru um að barnlaus norsk pör hafi leitað þangað. Í úttekt Aftenposten kemur meðal annars fram að staðgöngumæðrun fari ört vaxandi á Indlandi. Ætla megi að þessi iðnaður, ef svo má segja, velti sem nemur um sextíu milljörðum króna árlega. Aftenposten ræðir við staðgöngufjölskyldu; þar segir að staðgöngumóðirin hafi fengið sem nemur fimmföldum árslaunum manns síns; í þessu tilviki, upp undir eina milljón króna, fyrir að ganga með barið. Haft er eftir manni hennar að þau hafi gert þetta vegna peniganna. Frekar verður fjallað um staðgöngumæðrun í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem ítarleg fréttaskýring verður birt um málið á Vísi síðar í dag.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira