Staðgöngumóðir Jóels fékk 300 þúsund Ingimar Karl Helgason skrifar 19. janúar 2011 12:01 Foreldrarnir með Jóel. Indverska konan sem gekk með barn fyrir íslenskt par nýlega, vill halda staðgöngumæðrun áfram. Hún fékk um þrjú hundruð þúsund krónur í sinn hlut. Staðgöngumæðrun fer mjög vaxandi á Indlandi og eru dæmi um að greiðsla fyrir meðgöngu nemir margföldum árslaunum indverskrar fjölskyldu. Íslenska parið Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth, eignuðust son á Indlandi um miðjan nóvember; með aðstoð staðgöngumóður. Þau glíma við frjósemisvandamál og höfðu lengi reynt að eignast barn. Þau fóru til Indlands fyrir um ári síðan og voru þar í sambandi við þarlendan lækni, sem benti þeim á staðgöngumóður. Þá konu hitti þau í febrúar og sömdu við hana um að hún gengi með barn fyrir sig. Konan á tvö börn fyrir, syni. Hún er heimavinnandi, segir Helga Sveinsdóttir, en maður hennar starfar í viðskiptahverfinu í Mumbai. Þetta mun vera ágætlega statt fólk. Helga Sveinsdóttir segist vera konunni ævarandi þakklát og að hún muni aldrei gleyma henni; þau hafi lítillega verið í samskiptum við hana eftir fæðinguna, en samskiptunum sé nú lokið. Helga segir að konunni hafi liðið vel á meðgöngunni, og allt hafi gengið að óskum. Helga segir að þetta ferli allt hafi kostað þau sem nemur um þremur milljónum íslenskra króna. Inni í þeim kostnaði er glasafrjóvgun, þjónusta lækna og fæðingarkostnaðurinn, en Jóel, sonur þeirra, var tekinn með keisaraskurði. Ferlið allt kostaði Helgu og Einar um 3 milljónir króna. En hvað fékk staðgöngumóðirin í sinn hlut fyrir að ganga með barnið? „Ég er ekki með töluna alveg á hreinu en mér skilst að þetta séu í kringum 10 prósent," segir Helga. Helga heldur að konan hyggist nota féð til að setja í háskólasjóð fyrir syni sína; en getur hún eitthvað sagt okkur frekar um upplifun konunnar af þessu? „Allavega vissi ég það að þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu, þá spurði hún lækninn hvenær hún mætti gera þetta aftur," segir Helga. Norska blaðið Aftenposten fjallaði nýverið um staðgöngumæðrun á Indlandi. Þetta er ólöglegt í Noregi líkt og hér, en engin lög gilda um staðgöngumæðrun á Indlandi og allmörg dæmi eru um að barnlaus norsk pör hafi leitað þangað. Í úttekt Aftenposten kemur meðal annars fram að staðgöngumæðrun fari ört vaxandi á Indlandi. Ætla megi að þessi iðnaður, ef svo má segja, velti sem nemur um sextíu milljörðum króna árlega. Aftenposten ræðir við staðgöngufjölskyldu; þar segir að staðgöngumóðirin hafi fengið sem nemur fimmföldum árslaunum manns síns; í þessu tilviki, upp undir eina milljón króna, fyrir að ganga með barið. Haft er eftir manni hennar að þau hafi gert þetta vegna peniganna. Frekar verður fjallað um staðgöngumæðrun í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem ítarleg fréttaskýring verður birt um málið á Vísi síðar í dag. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Indverska konan sem gekk með barn fyrir íslenskt par nýlega, vill halda staðgöngumæðrun áfram. Hún fékk um þrjú hundruð þúsund krónur í sinn hlut. Staðgöngumæðrun fer mjög vaxandi á Indlandi og eru dæmi um að greiðsla fyrir meðgöngu nemir margföldum árslaunum indverskrar fjölskyldu. Íslenska parið Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth, eignuðust son á Indlandi um miðjan nóvember; með aðstoð staðgöngumóður. Þau glíma við frjósemisvandamál og höfðu lengi reynt að eignast barn. Þau fóru til Indlands fyrir um ári síðan og voru þar í sambandi við þarlendan lækni, sem benti þeim á staðgöngumóður. Þá konu hitti þau í febrúar og sömdu við hana um að hún gengi með barn fyrir sig. Konan á tvö börn fyrir, syni. Hún er heimavinnandi, segir Helga Sveinsdóttir, en maður hennar starfar í viðskiptahverfinu í Mumbai. Þetta mun vera ágætlega statt fólk. Helga Sveinsdóttir segist vera konunni ævarandi þakklát og að hún muni aldrei gleyma henni; þau hafi lítillega verið í samskiptum við hana eftir fæðinguna, en samskiptunum sé nú lokið. Helga segir að konunni hafi liðið vel á meðgöngunni, og allt hafi gengið að óskum. Helga segir að þetta ferli allt hafi kostað þau sem nemur um þremur milljónum íslenskra króna. Inni í þeim kostnaði er glasafrjóvgun, þjónusta lækna og fæðingarkostnaðurinn, en Jóel, sonur þeirra, var tekinn með keisaraskurði. Ferlið allt kostaði Helgu og Einar um 3 milljónir króna. En hvað fékk staðgöngumóðirin í sinn hlut fyrir að ganga með barnið? „Ég er ekki með töluna alveg á hreinu en mér skilst að þetta séu í kringum 10 prósent," segir Helga. Helga heldur að konan hyggist nota féð til að setja í háskólasjóð fyrir syni sína; en getur hún eitthvað sagt okkur frekar um upplifun konunnar af þessu? „Allavega vissi ég það að þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu, þá spurði hún lækninn hvenær hún mætti gera þetta aftur," segir Helga. Norska blaðið Aftenposten fjallaði nýverið um staðgöngumæðrun á Indlandi. Þetta er ólöglegt í Noregi líkt og hér, en engin lög gilda um staðgöngumæðrun á Indlandi og allmörg dæmi eru um að barnlaus norsk pör hafi leitað þangað. Í úttekt Aftenposten kemur meðal annars fram að staðgöngumæðrun fari ört vaxandi á Indlandi. Ætla megi að þessi iðnaður, ef svo má segja, velti sem nemur um sextíu milljörðum króna árlega. Aftenposten ræðir við staðgöngufjölskyldu; þar segir að staðgöngumóðirin hafi fengið sem nemur fimmföldum árslaunum manns síns; í þessu tilviki, upp undir eina milljón króna, fyrir að ganga með barið. Haft er eftir manni hennar að þau hafi gert þetta vegna peniganna. Frekar verður fjallað um staðgöngumæðrun í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem ítarleg fréttaskýring verður birt um málið á Vísi síðar í dag.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira