Innlent

Hálka víða um land

Vegagerðin varar sérstaklega við því að flughálka er á Kleifaheiði, Hrafnseyrarheiði og Öxnadalsheiði.

Á Suðurlandi eru vegir að mestu á Suðurlandi auðir sem og við Faxaflóa. Þó eru hálkublettir á Mosfellsheiði og í Grafningi. Á Holtavörðuheiði eru hálkublettir en að öðru leyti eru vegir greiðfærir á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er hálka er á Dynjandisheiði og Klettsálsi en hálkublettir víðar. Á Norðurlandi er Hringvegurinn greiðfær austur í Langadal. Hálkublettir eru á Vatnsskarði en hálka á Þverárfjalli.

Hálka er milli Akureyrar og Dalvíkur, á Víkurskarði, í Ljósavatnsskarði og á Mývatnsöræfum en hálkublettir eru allvíða. Á Austurlandi eru vegir auðir á láglendi en hálka eða hálkublettir á heiðum.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir frá Skeiðarársandi að Mýrdalssandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×