Innlent

Birgitta á meðal 100 áhrifamestu á Twitter

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður, er einn af hundrað áhrifamestu einstaklingunum á samskiptasíðunni Twitter, samkvæmt tímaritinu Foreign Policy.

Tímaritið birtir lista yfir þá hundrað áhrifamestu á síðunni en auk Birgittu eru menn eins og Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnar og Carl Blidt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.

Birgitta er sögð vera íslenskur þingmaður og yfirlýstur stuðningsmaður WikiLeaks.

Á vefsíðu tímaritsins segir að nú á dögum eru allir, allt frá Dalai Lama til Bill Gates, á Twitter og að síðan sé orðin ein mikilvægasta fréttasíða heims.

Hægt er að skoða 100 áhrifamestu á Twitter hér.

Og Twitter-síðu Birgittu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×