Innlent

Ekkert unnið til úr­bóta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ.
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ.

Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra skilaði í ársbyrjun 2010 skýrslu með tillögum um það hvernig mætti bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi útlendinga. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að tillögurnar séu nú hillufóður einhversstaðar í ráðuneytinu.

Tillögurnar komu til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag vegna vopnaðs ráns sem framið var í verslun Franks Michelsen í gær. „Tillögurnar hefðu leitt til þess að stemma stigu við þeim vanda sem verslunin á við að etja," segir Andrés Magnússon.

Hann segir að tillögurnar hafi meðal annars falið í sér að nánar yrði fylgst með fólki sem hefur brotaferil að baki og er á skrá við komuna til landsins. „Það er mjög auðvelt að gera það," bætir Andrés við. Leitað hafi verið fyrirmynda hjá Norðmönnum sem geri þetta mjög skipulega á Gardermoen flugvelli.

Andrés segir það vera áhyggjuefni að verið sé að skera niður framlög til lögreglunnar. Það komi niður á aðgerðum til að stemma stigu við þessu sem öðru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×