Saga íslensku kirkjunnar því miður ekki einsdæmi 18. október 2011 06:00 Dr. Marie M. Fortune telur það nauðsynlega forsendu þess að kirkjan byggi upp traust sitt að nýju gagnvart almenningi, að þeir menn, sem beiti ofbeldi innan hennar, séu dregnir til ábyrgðar. fréttablaðið/anton Hin langa saga íslensku kirkjunnar og tengsl hennar við kynferðisbrot er, eins og flestir vita, ekki einsdæmi og mörg önnur lönd hafi svipaðar sögur að segja af leiðtogum innan sinna kirkna. Þetta segir Dr. Marie M. Fortune, prestur og stofnandi FaithTrust Institute. Fortune er sérfræðingur á sviði fræðslu- og forvarnamála um kynferðislegt ofbeldi innan trúfélaga og er komin hingað til lands til að halda námskeið og málþing á vegum þjóðkirkjunnar. Yfirskrift málþingsins, sem haldið er í dag, er Kynferðisleg misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi og yfirskrift námskeiðsins, sem haldið verður á morgun er Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og trúfélaga. „Kirkjurnar okkar geta náð sér aftur á strik eftir ofbeldi presta, ef það er stutt við þolendur og ofbeldismennirnir dregnir til ábyrgðar, líkt og á að gera,“ segir hún. „Það er hægt að ráða fram úr því þegar einstaka prestar verða uppvísir að trúnaðarbresti, en það sem er ekki hægt að kljást við eru svik kirkjunnar sem stofnunar. Það eru þau svik sem eru að hrekja fólk burt úr kirkjunni.“ Spurð hvort hún telji að Karl Sigurbjörnsson biskup eigi að segja af sér til þess að endurvekja traust almennings á þjóðkirkjunni segir Fortune: „Þegar leiðtogi innan kirkjunnar nýtur ekki lengur trausts fólksins í tengslum við svona erfið mál, gæti verið best að hann stigi til hliðar. Þá verður nýjum leiðtoga veitt tækifæri til að endurvekja það traust sem er svo mikilvægt,“ segir hún. Það kom Fortune ekki á óvart þegar hún heyrði fyrst af kynferðisbrotamálum innan íslensku kirkjunnar. Hún segir kynferðisbrot af völdum leiðtoga kristinna kirkna vera algengt vandamál um heim allan. „Mikilvægasta lexían er sú að læra að hlusta. Að taka fólk alvarlega þegar það stígur fram og greinir frá ofbeldi og vernda börn, unglinga og fullorðna einstaklinga frá leiðtogum innan kirkjunnar sem skaða aðra,“ segir hún. Málþingið verður í dag frá klukkan 10 til 13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu HÍ. Auk Fortune munu Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur og lektor við HÍ, Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur og dósent við HÍ, Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og dósent, og Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur við Landspítala og fyrrum nefndarmaður í rannsóknarnefnd kirkjuþings, halda erindi. sunna@frettabladid.is Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Hin langa saga íslensku kirkjunnar og tengsl hennar við kynferðisbrot er, eins og flestir vita, ekki einsdæmi og mörg önnur lönd hafi svipaðar sögur að segja af leiðtogum innan sinna kirkna. Þetta segir Dr. Marie M. Fortune, prestur og stofnandi FaithTrust Institute. Fortune er sérfræðingur á sviði fræðslu- og forvarnamála um kynferðislegt ofbeldi innan trúfélaga og er komin hingað til lands til að halda námskeið og málþing á vegum þjóðkirkjunnar. Yfirskrift málþingsins, sem haldið er í dag, er Kynferðisleg misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi og yfirskrift námskeiðsins, sem haldið verður á morgun er Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og trúfélaga. „Kirkjurnar okkar geta náð sér aftur á strik eftir ofbeldi presta, ef það er stutt við þolendur og ofbeldismennirnir dregnir til ábyrgðar, líkt og á að gera,“ segir hún. „Það er hægt að ráða fram úr því þegar einstaka prestar verða uppvísir að trúnaðarbresti, en það sem er ekki hægt að kljást við eru svik kirkjunnar sem stofnunar. Það eru þau svik sem eru að hrekja fólk burt úr kirkjunni.“ Spurð hvort hún telji að Karl Sigurbjörnsson biskup eigi að segja af sér til þess að endurvekja traust almennings á þjóðkirkjunni segir Fortune: „Þegar leiðtogi innan kirkjunnar nýtur ekki lengur trausts fólksins í tengslum við svona erfið mál, gæti verið best að hann stigi til hliðar. Þá verður nýjum leiðtoga veitt tækifæri til að endurvekja það traust sem er svo mikilvægt,“ segir hún. Það kom Fortune ekki á óvart þegar hún heyrði fyrst af kynferðisbrotamálum innan íslensku kirkjunnar. Hún segir kynferðisbrot af völdum leiðtoga kristinna kirkna vera algengt vandamál um heim allan. „Mikilvægasta lexían er sú að læra að hlusta. Að taka fólk alvarlega þegar það stígur fram og greinir frá ofbeldi og vernda börn, unglinga og fullorðna einstaklinga frá leiðtogum innan kirkjunnar sem skaða aðra,“ segir hún. Málþingið verður í dag frá klukkan 10 til 13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu HÍ. Auk Fortune munu Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur og lektor við HÍ, Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur og dósent við HÍ, Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og dósent, og Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur við Landspítala og fyrrum nefndarmaður í rannsóknarnefnd kirkjuþings, halda erindi. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira