Brawn segir Mercedes um sekúndu á eftir toppbílunum 4. mars 2011 15:53 Ross Brawn er yfirmaður Formúlu 1 liðs Mercedes. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að bílar liðsins séu um sekúndu lakari í hverjum eknum hring, en toppbílarnir, en keppnislið hafa æft á Spáni á árinu og lið hafa því fengið samanburð. Brawn sagði þetta í frétt á BBC Sport. Mercedes liðið fær fimm daga til æfinga á Katalóníu brautinni á Spáni ásamt öðrum keppnisliðum 8.-12. mars, áður en fyrsta mót ársins fer fram 27. mars í Ástralíu. Ökumenn Mercedes eru Michael Schumacher og Nico Rosberg og þeir hafa æft á æfingunum á Spáni á þessu ári. Þeir náðu ekki að vinna mót í fyrra, en Schumacher byrjaði þá að keppa á ný eftir þriggja ára fjarveru. "Við erum um sekúndu frá þeim stað sem við viljum vera á, sem er að vera á meðal þeirra fremstu. Við verðum að finna sekúndu með því að endurbæta bílinn sem ég held við getum", sagði Brawn í frétt BBC Sport. "En maður veit aldrei hvað keppinautarnir gera. Við höfum gert okkar áætlanir og við munum sjá í Melbourne hvort þær eru réttar." Brawn telur að erfiðleikar efli menn til dáða og segir að liðsmenn hans séu áræðnir, og enn ákveðnari þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi. Þegar markmiðum sé ekki náð. Schumacher sagði í síðasta mánuði við BBC Sport að það yrði erfitt fyrir Mercedes að vinna mót í upphafi ársins, en menn vissu að hverju væri stefnt. Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að bílar liðsins séu um sekúndu lakari í hverjum eknum hring, en toppbílarnir, en keppnislið hafa æft á Spáni á árinu og lið hafa því fengið samanburð. Brawn sagði þetta í frétt á BBC Sport. Mercedes liðið fær fimm daga til æfinga á Katalóníu brautinni á Spáni ásamt öðrum keppnisliðum 8.-12. mars, áður en fyrsta mót ársins fer fram 27. mars í Ástralíu. Ökumenn Mercedes eru Michael Schumacher og Nico Rosberg og þeir hafa æft á æfingunum á Spáni á þessu ári. Þeir náðu ekki að vinna mót í fyrra, en Schumacher byrjaði þá að keppa á ný eftir þriggja ára fjarveru. "Við erum um sekúndu frá þeim stað sem við viljum vera á, sem er að vera á meðal þeirra fremstu. Við verðum að finna sekúndu með því að endurbæta bílinn sem ég held við getum", sagði Brawn í frétt BBC Sport. "En maður veit aldrei hvað keppinautarnir gera. Við höfum gert okkar áætlanir og við munum sjá í Melbourne hvort þær eru réttar." Brawn telur að erfiðleikar efli menn til dáða og segir að liðsmenn hans séu áræðnir, og enn ákveðnari þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi. Þegar markmiðum sé ekki náð. Schumacher sagði í síðasta mánuði við BBC Sport að það yrði erfitt fyrir Mercedes að vinna mót í upphafi ársins, en menn vissu að hverju væri stefnt.
Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira