Innlent

Sótsvartir jakar á Jökulsárlóni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jakarnir eru sótsvartir eins og sést á myndum Elvu Bjargar.
Jakarnir eru sótsvartir eins og sést á myndum Elvu Bjargar.
Þessar fallegu myndir af Jökulsárlóni tók Elva Björg Elvarsdóttir, fjórtán ára gömul stelpa í dag. Hún er stödd hjá ættingum sínum á Hestgerði við Höfn í Hornafirði og fór að lóninu í dag til að virða fyrir sér jakana, sem eru orðnir svartir af ösku, eins og sést á myndunum.

„Þetta er flott, en ekki samt út af góðum ástæðum," segir Elva. Hún er búsett í Hveragerði, en kemst ekki heim vegna þess að leiðin austur hefur verið lokuð vegna gossins. Hún vonast þó til að komast heim á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×