Fótbolti

Jónas Guðni fór meiddur af velli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jónas Guðni í leik með KR sumarið 2008.
Jónas Guðni í leik með KR sumarið 2008.
Jónas Guðni Sævarsson þurfti að fara meiddur af velli snemma leiks þegar að lið hans, Halmstad, tapaði fyrir Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Elfsborg vann leikinn á heimavelli, 3-2, en Jónas Guðni var tekinn af velli strax á fjórtándu mínútu. Þá var staðan þegar orðin 2-0 fyrir Elfsborg.

Halmstad er því enn í botnsæti deildarinnar með fimm stig eftir níu leiki. Djurgården er einnig með fimm stig en liðið tapaði fyrir Mjällby á útivelli í kvöld, 3-0.

Þá var einnig leikið í sænsku B-deildinni í kvöld. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði Örgryte, fór fyrir sínum mönnum sem gerði markalaust jafntefli við Västerås í kvöld og Heiðar Geir Júlíusson kom inn á sem varamaður hjá Ängelholm sem tapaði fyrir Falkenberg, 1-0, á útivelli.

Ängelholm er í sjötta sæti deildarinnar með þrettán stig eftir átta umferðir en Öster í því tólfta með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×