Hamilton og Button telja Mónakó brautina erfiðustu braut ársins 23. maí 2011 14:58 Jenson Button og Lewis Hamilton uppáklæddir í London á dögunum þegar þeir hittu David Cameron forsætisráðherrra Breta að máli vegna fjölþjóðlegs átaks til aukins umferðaröryggis á heimsvísu. Mynd: Getty Images/Dan Kitwood Lewis Hamilton hjá McLaren varð annar í Formúlu 1 kappakstrinum á Spáni í gær, á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Hamilton keppir í Mónakó um næstu helgi með McLaren ásamt landa sínum Jenson Button, sem varð þriðji í gær. „Ég elska Mónakó. Þetta er keppni sem ég fylgdist með þegar ég var strákur og þetta er staður sem sýnir Formúlu 1 best. Að keyra á fullu á erfiðustu og frábærustu braut í heimi", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hamilton barðist af miklu kappi við Sebastian Vettel í mótinu á Spáni í gær og uppskar þannig annað sætið. Hamilton er í öðru sæti á eftir Vettel í stigamóti ökumanna. „Eftir svo öfluga frammistöðu á Spáni, þá hlakka ég til Mónakó í ár, af því ég held við eigum eftir að sjá öðruvísi mót en síðustu ár. Ég held að blanda notkunnar á DRS (stillanlegs afturvængs), KERS kerfisins og dekkjanna muni hrista upp í mótinu. Það væri ánægjulegt að sjá framúrakstur og hörku kappakstur í ár." „Ég held að DRS svæðið í Mónakó sé aðeins 300 metrar, sem er nokkuð stutt og ekki nógu langt til að sækja að bílnum fyrir framan. Ég held að loftflæðið yfir yfirbygginguna muni raunverulega virka á bremsusvæðinu við Saint Devote beygjna, þannig að ég hald að það verði ekki margir framúrakstrar með DRS um næstu helgi", sagði Hamilton, en noktun stillanlegs afturvængs (DRS) hefur boðið upp meiri framúrakstur í mótum ársins. Ég tel hins vegar að dekkin muni færa okkur mestu spennuna og mestu möguleikanna á framúrakstri", sagði Hamilton. Hamilton telur að þegar Pirelli dekkin sem eru notuð í ár byrji að slitna mismikið hjá ökumönnum verði færi á framúrakstri. Félagi hans Button hjá McLaren vann mótið í Mónakó árið 2009. „Mónakó er sögufrægasta mótið á dagskrá. Að vinna mótið uppfyllti langþráðan draum og þetta er eitt af uppáhalds mótum mínum", sagði Button. Hann segir það sérstaka andstæðu að fara frá mótssvæði eins og Kátalóníu brautinni fyrir utan Barcelona og mæta nokkrum dögum síðar til Mónakó. Fyrri brautina segir hann hraða, opna og flæðandi, en götubrautin í Mónakó er þröng og erfiðasta brautin á tímabilinu. „Það er ótrúlegt tilfinning að keyra frá þjónustusvæðinu og í fyrsta hring. Hröðunin er svo mikil og vegriðin virðast alltof nærri! Maður byggir hraðann smám saman upp og finnur réttan fókus. Samt er það spennuþrungið og ótrúleg tilfinning." „Eitthvað hefur verið spáð í að KERS kerfið muni ekki nýtast sem skyldi í Mónakó, en prófun okkar í ökuhermi sýnir að það ætti skila sér eins og annars staðar. Það er jákvætt því ég tel að Mercedes Benz kerfið sé það besta í Formúlu 1", sagði Button, en McLaren er með Mercedes vél og KERS kerfi. Formúla Íþróttir Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren varð annar í Formúlu 1 kappakstrinum á Spáni í gær, á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Hamilton keppir í Mónakó um næstu helgi með McLaren ásamt landa sínum Jenson Button, sem varð þriðji í gær. „Ég elska Mónakó. Þetta er keppni sem ég fylgdist með þegar ég var strákur og þetta er staður sem sýnir Formúlu 1 best. Að keyra á fullu á erfiðustu og frábærustu braut í heimi", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hamilton barðist af miklu kappi við Sebastian Vettel í mótinu á Spáni í gær og uppskar þannig annað sætið. Hamilton er í öðru sæti á eftir Vettel í stigamóti ökumanna. „Eftir svo öfluga frammistöðu á Spáni, þá hlakka ég til Mónakó í ár, af því ég held við eigum eftir að sjá öðruvísi mót en síðustu ár. Ég held að blanda notkunnar á DRS (stillanlegs afturvængs), KERS kerfisins og dekkjanna muni hrista upp í mótinu. Það væri ánægjulegt að sjá framúrakstur og hörku kappakstur í ár." „Ég held að DRS svæðið í Mónakó sé aðeins 300 metrar, sem er nokkuð stutt og ekki nógu langt til að sækja að bílnum fyrir framan. Ég held að loftflæðið yfir yfirbygginguna muni raunverulega virka á bremsusvæðinu við Saint Devote beygjna, þannig að ég hald að það verði ekki margir framúrakstrar með DRS um næstu helgi", sagði Hamilton, en noktun stillanlegs afturvængs (DRS) hefur boðið upp meiri framúrakstur í mótum ársins. Ég tel hins vegar að dekkin muni færa okkur mestu spennuna og mestu möguleikanna á framúrakstri", sagði Hamilton. Hamilton telur að þegar Pirelli dekkin sem eru notuð í ár byrji að slitna mismikið hjá ökumönnum verði færi á framúrakstri. Félagi hans Button hjá McLaren vann mótið í Mónakó árið 2009. „Mónakó er sögufrægasta mótið á dagskrá. Að vinna mótið uppfyllti langþráðan draum og þetta er eitt af uppáhalds mótum mínum", sagði Button. Hann segir það sérstaka andstæðu að fara frá mótssvæði eins og Kátalóníu brautinni fyrir utan Barcelona og mæta nokkrum dögum síðar til Mónakó. Fyrri brautina segir hann hraða, opna og flæðandi, en götubrautin í Mónakó er þröng og erfiðasta brautin á tímabilinu. „Það er ótrúlegt tilfinning að keyra frá þjónustusvæðinu og í fyrsta hring. Hröðunin er svo mikil og vegriðin virðast alltof nærri! Maður byggir hraðann smám saman upp og finnur réttan fókus. Samt er það spennuþrungið og ótrúleg tilfinning." „Eitthvað hefur verið spáð í að KERS kerfið muni ekki nýtast sem skyldi í Mónakó, en prófun okkar í ökuhermi sýnir að það ætti skila sér eins og annars staðar. Það er jákvætt því ég tel að Mercedes Benz kerfið sé það besta í Formúlu 1", sagði Button, en McLaren er með Mercedes vél og KERS kerfi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira