Erlent

Úps -hvað varð um heimsendi?

Óli Tynes skrifar
Gekk ekki eftir.
Gekk ekki eftir.
Bandaríski klerkurinn sem spáði heimsendi síðastliðinn laugardag er steinhissa á því að heimurinn skuli vera hérna ennþá.

Harold Camping hafði lesið út úr biblíunni að heimsendir myndi hefjast klukkan sex að staðartíma um heim allan.

Fjölmargir trúðu þessi og Camping eyddi milljónum króna í auglýsingar til þess að hvetja fólk til að búa sig undir endalokin. En ekkert gerðist. Eiginkona Campings segir að hann sé mjög hissa á þessu, en hafi ekki í hyggju að útskýra það í bráð.

Fylgismenn Campings segja þó að þeir skuldi skýringar. Þeir ætla að setjast niður og fara yfir málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×