Erlent

Flugstjóri Air France var aftur í vélinni

Óli Tynes skrifar
Brak úr Air Francel Airbus vélinni.
Brak úr Air Francel Airbus vélinni. Mynd/AP
Flugstjóri Air France vélarinnar sem fórst á leið frá Rio de Janeiro til Parísar fyrir tveim árum var ekki í stjórnklefanum þegar vélin flaug inn í óveður. Þýska tímaritið Der Spiegel hefur þetta eftir ónafngreindum sérfræðingi sem hefur heyrt hljóðupptökur úr stjórnklefanum. 228 manns voru um borð og fórust allir.

 

Flugritar vélarinnar fundust nýlega og Der spigel segir að á hljóðupptökum megi heyra þegar flugstjórinn hinn 58 ára gamli Marc Dubois komi þjótandi inn í stjórklefann. Þar sátu tveir aðstoðarflugmenn og Dubois heyrist gefa þeim fyrirmæli um hvað gera skuli.

 

Der Spiegel segir að vélinni hafi verið flogið út úr óveðrinu. Nýjar upplýsingar bendi hinsvegar til að ískristallar hafi gert hraðamæla hennar óvirka. Það hafi leitt til þess að sjálfstýringin hafi aukið afl til hreyflana og þarmeð hraða vélarinnar sem að lokum leiddi til þess að flugmennirnir misstu stjórn á henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×