Innlent

Loftgæðamælir í borginni bilaður

Skjáskot af vefnum eins og hann birtist nú
Skjáskot af vefnum eins og hann birtist nú
Unnið er að viðgerðum á svifriksmæli sem mælir loftgæði í borginni. Niðurstöður mælinga er almennt hægt að nálgast á vef Reykjavíkurborgar en sem stendur koma þar aðeins upp villuboð. Þegar fréttastofa hafði samband við Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki væri vitað um ástæðu þessa en unnið væri að því að koma mælinum í lag.

Fjöldi fólk notar mælinn til að fá upplýsingar um loftgæðin, meðal annars starfsfólk grunnskóla og leikskóla þegar mat er lagt á hvort börn séu látin út að sofa og hvort þau fara út að leika.

Mælinn má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×