Erlent

Barack Obama er líka Íri

Óli Tynes skrifar
Gatan í Moneygall.
Gatan í Moneygall.
Það hefur nú komið í ljós ofan á allt annað að Barack Obama er Íri. Langa, langa, langa langafi hans Falmouth Kearney fluttist til Bandaríkjanna frá smábænum Moneygall í hungursneyðinni miklu sem varaði milli 1845 til 1852.

 

Talið er að ein milljón Íra hafi þá dáið úr hungri og sjúkdómum. Að kalla Moneygall smábæ er eiginlega ofrausn, íbúar þar eru um 300 talsins. Moneygall er á milli Dublinar og Limerick. Þangað ætlar Barack Obama þó fyrst að leggja leið sína í sex landa heimsókn sinni til Evrópu sem hófst í dag. Íbúarnir 300 eru frávita af gleði og sjá framá að verða nú allir ríkir af ferðamönnum sem muni fylgja í fótspor forsetans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×