Erlent

Talibanar náðu pakistanskri herstöð á sitt vald

Talibanar. Mynd úr safni.
Talibanar. Mynd úr safni.
Byssumenn á vegum Talibana réðust inn í herstöð Í Pakistan í gærkvöldi og sprengdu upp herþotur. Mennirnir eiga nú í skotbardögum við pakistanska herinn.

Það var seint í gærkvöldi að pakistönskum tíma þegar nokkrir vopnaðir menn á vegum Talibana réðust á herstöðina sem er í Karachi. Þeim tókst að yfirbuga hermennina á stöðinni og eru sagðir hafa tekið yfirmenn herstöðvarinnar höndum auk kínverskra hermanna sem voru að vinnu.

Talibanarnir notuðu síðan flugskeyti til þess að sprengja upp nokkrar herþotur á flugvellinum. Pakistanski herinn hefur umkringt herflugvöllinn og reynir að ná honum á sitt vald. Talibani sem setti sig í samband við Reutes fréttastöðina í nótt sagði árásina eina af fyrstu hefndum Talibana vegna morðsins á Osama Bin Laden í byrjun maí.

Þá sagði hann sagði byssumennina gríðarlega vel vopnaða og með vistir til þess að endast í umsátri í þrjá heila daga.

Álitsgjafar í Suður-Asíu segja í viðtali við breska ríkisútvarpið að árásin sé verulega vandræðaleg fyrir pakistanska herinn í ljósi þess að þeir gátu ekki tryggt eigin herstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×