Pistillinn: Ómetanlegur stuðningur Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2011 09:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Frjálsar Íþróttir Frjálsar íþróttir flokkast að forminu til sem einstaklingsíþróttir en í mínum huga er það alls ekki svo. Jú vissulega fer ég ein út á hlaupabrautina og inn í kúluvarpshringinn. Ég get ekki stólað á að liðsfélagi minn komi mér til bjargar þegar ég lendi í vandræðum og úrslitin, hversu hratt ég hleyp eða langt ég kasta, velta eingöngu á minni eigin frammistöðu og engum öðrum. Raunin er samt sú að að baki mér standa svo ótalmargir sem leggja sitt af mörkum svo ég geti náð sem bestum árangri. Árangur minn er í rauninni afsprengi af samvinnu milli mín og allra þeirra sem koma að mínu lífi með einhverjum hætti. Svo að nokkur dæmi séu tekin þá skipuleggja þjálfararnir mínir þjálfunina, kenna mér réttu tæknina og leggja línuna sem ég reyni að fylgja. Læknir, nuddari og sjúkraþjálfarar gera allt sem í þeirra valdi stendur svo að líkaminn minn þoli álagið og sálfræðingurinn hjálpar mér að halda geðheilsu. Umboðsmanninum mínum tekst að sannfæra styrktaraðila um að styðja við bakið á mér fjárhagslega og stendur sig með miklum sóma því ég fæ stuðning úr öllum áttum. Vinir og æfingafélagar hvetja mig dyggilega áfram og gera lífið skemmtilegra. Síðast en ekki síst er það svo fjölskyldan sem er líklega minn stærsti styrktaraðili á öllum sviðum lífsins. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og ég sé strax að ég er að gleyma liðinu mínu, Glímufélaginu Ármanni og öllu því fólki sem stoppar mig úti á götu og óskar mér góðs gengis. Ég veit fyrir víst að ég gæti aldrei staðið í þessu ein. Ég spyr mig að því á hverjum einasta degi hvort ég verðskuldi virkilega allan þann stuðning sem ég fæ og hvernig í ósköpunum standi á því að ég sé svo heppin að fá þetta tækifæri. Ég kem líklega aldrei til með að getað þakkað nægilega fyrir allan þann stuðning, hjálp og hvatningu sem ég fæ á hverjum einasta degi. Það eina sem mér dettur í hug að ég geti gert er að afreka eitthvað stórkostlegt og vona að það gleðji öll þau hjörtu sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina – það ætla ég að gera! Innlendar Pistillinn Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sjá meira
Frjálsar íþróttir flokkast að forminu til sem einstaklingsíþróttir en í mínum huga er það alls ekki svo. Jú vissulega fer ég ein út á hlaupabrautina og inn í kúluvarpshringinn. Ég get ekki stólað á að liðsfélagi minn komi mér til bjargar þegar ég lendi í vandræðum og úrslitin, hversu hratt ég hleyp eða langt ég kasta, velta eingöngu á minni eigin frammistöðu og engum öðrum. Raunin er samt sú að að baki mér standa svo ótalmargir sem leggja sitt af mörkum svo ég geti náð sem bestum árangri. Árangur minn er í rauninni afsprengi af samvinnu milli mín og allra þeirra sem koma að mínu lífi með einhverjum hætti. Svo að nokkur dæmi séu tekin þá skipuleggja þjálfararnir mínir þjálfunina, kenna mér réttu tæknina og leggja línuna sem ég reyni að fylgja. Læknir, nuddari og sjúkraþjálfarar gera allt sem í þeirra valdi stendur svo að líkaminn minn þoli álagið og sálfræðingurinn hjálpar mér að halda geðheilsu. Umboðsmanninum mínum tekst að sannfæra styrktaraðila um að styðja við bakið á mér fjárhagslega og stendur sig með miklum sóma því ég fæ stuðning úr öllum áttum. Vinir og æfingafélagar hvetja mig dyggilega áfram og gera lífið skemmtilegra. Síðast en ekki síst er það svo fjölskyldan sem er líklega minn stærsti styrktaraðili á öllum sviðum lífsins. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og ég sé strax að ég er að gleyma liðinu mínu, Glímufélaginu Ármanni og öllu því fólki sem stoppar mig úti á götu og óskar mér góðs gengis. Ég veit fyrir víst að ég gæti aldrei staðið í þessu ein. Ég spyr mig að því á hverjum einasta degi hvort ég verðskuldi virkilega allan þann stuðning sem ég fæ og hvernig í ósköpunum standi á því að ég sé svo heppin að fá þetta tækifæri. Ég kem líklega aldrei til með að getað þakkað nægilega fyrir allan þann stuðning, hjálp og hvatningu sem ég fæ á hverjum einasta degi. Það eina sem mér dettur í hug að ég geti gert er að afreka eitthvað stórkostlegt og vona að það gleðji öll þau hjörtu sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina – það ætla ég að gera!
Innlendar Pistillinn Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sjá meira