Íslensku landsliðin í golfi töpuðu viðureignum sínum á EM áhugamanna í golfi í gær. Íslenska kvennalandsliðið sem spilar í Austurríki beið lægri hlut gegn Ítalíu, 2:3. Signý Arnórsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu sína leiki í tvímenningi.
Karlaliðið sem keppir í Portúgal beið einnig lægri hlut gegn Ítalíu, 1:4. Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann sinn leik en aðrir leikir töpuðust. Tapið þýðir að karlaliðið þarf að fara í forkeppni fyrir EM að ári.
Bæði landsliðin leika um 15. sætið í dag. Karlarnir mæta Englendingum en konurnar Tékkum.
