Webber á heimavelli í fyrsta mótinu og meistarinn Vettel spenntur að keppa á ný 18. mars 2011 16:23 Mark Webber og Sebastian Vettel aka hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Formúlu 1 meistaralið Red Bull er tilbúið í titilvörnina, sem hefst í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Ástralíu 27. mars. Ekið verður á afmarkaðri götubraut í borginni Melbourne og nefnist brautarstæðið Albert Park. Mark Webber verður á heimavelli, en hann er Ástrali og Þjóðverjinn Sebastian Vettel, liðsfélagi hans hefur meistaratitil ökumanna að verja, en Red Bull liðið vann titil bílasmiða í fyrra. "Sem Ástrali hlakka ég til fyrsta mótsins í Melbourne. Við höfum æft heilmikið og mikil vinna verið lögð í bílanna", sagði Webber í fréttaskeyti frá Red Bull í dag. "Það verður mörgum spurningum svarað á Albert Park og þetta verður viðburðarrík helgi, ekki síst þar sem allra veðra er von. Við munum læra mikið um dekkin, sem mun skipta miklu máli. Ég vonast til að ná sem hagstæðustum úrslitum", sagði Webber og lét þess getið að hann hefði ekki náð sérlega hagstæðum úrslitum í heimalandi sínu síðan í fyrsta móti hans þar 2002. Vettel ekur með rásnúmer 1, sem núverandi heimsmeistari og sýndi í tímatökum og mótum í fyrra hvað í honum býr. "Við vitum hvað það þýðir að hefja leika í Ástralíu. Þetta er sérstakur staður og braut. Það er líf og fjör í borginni í mótsvikunni", sagði Vettel. "Veturinn var spennandi og nauðsynlegt að var að róa sig um jólin, en við höfum verið í réttum takti síðan í febrúar. Það er gaman að hugleiða hvaða árangri við náðum í fyrra, en okkur hlakkar alla til og að einbeita okkur að nýjum bíl og tímabili. Það byrjar allt á núlli. Við erum spenntir og við erum búnir að æfa nóg og viljum keppa á ný", sagði Vettel Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 meistaralið Red Bull er tilbúið í titilvörnina, sem hefst í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Ástralíu 27. mars. Ekið verður á afmarkaðri götubraut í borginni Melbourne og nefnist brautarstæðið Albert Park. Mark Webber verður á heimavelli, en hann er Ástrali og Þjóðverjinn Sebastian Vettel, liðsfélagi hans hefur meistaratitil ökumanna að verja, en Red Bull liðið vann titil bílasmiða í fyrra. "Sem Ástrali hlakka ég til fyrsta mótsins í Melbourne. Við höfum æft heilmikið og mikil vinna verið lögð í bílanna", sagði Webber í fréttaskeyti frá Red Bull í dag. "Það verður mörgum spurningum svarað á Albert Park og þetta verður viðburðarrík helgi, ekki síst þar sem allra veðra er von. Við munum læra mikið um dekkin, sem mun skipta miklu máli. Ég vonast til að ná sem hagstæðustum úrslitum", sagði Webber og lét þess getið að hann hefði ekki náð sérlega hagstæðum úrslitum í heimalandi sínu síðan í fyrsta móti hans þar 2002. Vettel ekur með rásnúmer 1, sem núverandi heimsmeistari og sýndi í tímatökum og mótum í fyrra hvað í honum býr. "Við vitum hvað það þýðir að hefja leika í Ástralíu. Þetta er sérstakur staður og braut. Það er líf og fjör í borginni í mótsvikunni", sagði Vettel. "Veturinn var spennandi og nauðsynlegt að var að róa sig um jólin, en við höfum verið í réttum takti síðan í febrúar. Það er gaman að hugleiða hvaða árangri við náðum í fyrra, en okkur hlakkar alla til og að einbeita okkur að nýjum bíl og tímabili. Það byrjar allt á núlli. Við erum spenntir og við erum búnir að æfa nóg og viljum keppa á ný", sagði Vettel
Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira